Var að fá smá áfall, það er meira en mánuður síðan ég tjáði mig síðast á þessari síðu. Sem betur fer á ég góðan mann sem sér um að flytja fréttir. Ég hef verið á kafi í skólanum, er í næstum helmingi fleiri einingum en á síðustu önn. Ég sá fram á að verða alltof lengi í þessu námi ef ég tæki bara 9 einingar á önn, sem er lágmarkskrafa fyrir TA, en í heild þarf ég að taka 80 einingar. Halda áfram að lesa: Veikindi loksins yfirstaðin
Category: 01 Fjölskyldan öll
Tómas Ingi 8 mánaða
Húrra fyrir því!
Trinity Lutheran Seminary í fréttunum
Skólinn minn komst í kvöldfréttirnar nú rétt í þessu. En glæpamaður náðist á öryggismyndavél þar sem hann var að reyna að ræna sjálfsala í húsnæði skólans. Ekki kom fram í fréttinni hvort ránið hefði tekist og hversu mörgum gosdósum eða samlokum manngreyið náði. Ég er ekki viss um að sjálfsalarán í íslenskum háskóla kæmist í kvöldfréttirnar.
E.s. Myndirnar úr öryggismyndavélinni voru sýndar í fréttunum. Þetta var ekki sami stórglæpamaðurinn og reyndi að nappa hjólinu okkar í vikunni.
Allt til reiðu
Rétt í þessu gekk ég frá uppsetningu á Evróvision útsendingunni hér á heimilinu. Nú rennur í gegnum stream-ið á tölvunni hennar Jennýjar og sjónvarpsskjáinn baksviðsupptökur frá æfingum. Það er verst að það verður örugglega vonlaust að synca Rás 2 útsendinguna með Sigmari og netútsendinguna af eurovision.tv. Þannig að við verðum bara að horfa þularlaust á keppnina.
Garðdagur
1793
Í dag var garðdagur hér í íbúðunum við Trinity Lutheran Seminary. Fjölskyldur söfnuðust saman um kl. 17 og hófu að gróðursetja blóm í stórum stíl framan við íbúðirnar. Að því loknu safnaðist fólk við grillin hér í garðinum og hver grillaði sína steik og borðuðu saman við útiborðin. Skipulagið var ekki mikið en allir fengu að vera með.
Þegar við loks fórum inn kl. 20:00 var Tómas orðin svo þreyttur að hann sofnaði í TripTrap stólnum. Með því að smella á myndina með fréttinni má sjá nokkrar garðvinnumyndir.
Bílpróf
Tók loksins skriflegt bílpróf í dag og hef nú ökuskírteini til æfingaaksturs í Ohio. Þegar ég fékk skírteinið sagði konan mér að ég hefði heimild til að aka bifreið ef ég hefði farþega eldri en 21 árs með fullgilt ökuskírteini. Halda áfram að lesa: Bílpróf
Lokið
Nú er fæðingarorlofi mínu lokið. En í gær var síðasti dagurinn sem ég fékk greitt frá TR fyrir að vera með Tómasi. Núna verð ég að leika við Tómas frítt.
Löggan mætt
Fyrir um klukkustund bankaði ungur svartur strákur upp á hjá okkur og sagðist hafa bjargað hjólinu okkar frá þjófi og komið með það aftur. Eftir að hafa sagt það hljóp hann austur með húsinu áður en ég gat þakkað honum fyrir. Halda áfram að lesa: Löggan mætt
Æi
Ég var að setja nýtt myndskeið á vefinn. Anna Laufey var nefnilega áðan að undirbúa lag fyrir mömmu sína í tilefni Mother’s Day sem er auglýstur um allt hér í BNA.
Heimsókn í dýragarðinn
1391
Ég, Tómas og Anna fórum í leiðangur í gær, keyptum gjöf fyrir Jennýju í tilefni mæðradagsins og kíktum í dýragarðinn, enda hefur Anna Laufey mikið talað um bláa froskinn sem hún sá með skólanum, þegar þau fóru þangað fyrir nokkru. Halda áfram að lesa: Heimsókn í dýragarðinn
Skyrið rennur út
Fremur skemmtilegt orðalagið í frétt Morgunblaðsins á morgun um Whole Foods Market. Hins vegar er óvíst hvort átt sé við að skyrið seljist vel eða illa. Þannig tók ég eftir að Búrinn og Höfðinginn höfðu runnið út í ostaborðinu í búðinni upp í Dublin, þegar ég fór þangað um daginn. Um leið hefur skyrið stundum selst upp, sér í lagi þegar ég hef átt leið um búðina.
Það eru miklar gleðifregnir í Morgunblaðinu að jarðaberjaskyrið verði í boði á næstunni og ekki er síður stórkostlegt að von sé á íslensku súkkulaði.
Tómas gengur
Tómas hefur tekið upp á því að ganga með stofuborðinu og sófanum ef á þarf að halda. Drengurinn er enda upptekinn af því að verða stór og duglegur.
Hjólaferð
1776
Ég og Anna Laufey fórum í fína hjólaferð í gær þegar Anna var búin í skólanum. Við hjóluðum sem leið lá í Targetverslunina í Whitehall og til baka aftur, með viðkomu á Bob Evans veitingastað og ísbúð. Alls tók ferðalagið um 3 klst.
Annars er það að frétta að Jenný er lasin en það stendur til bóta, enda búin að fara til læknis.
Lasin(n)
Nú er Tómas Ingi lasinn í fyrsta skipti. Undanfarna daga hefur hann prófað að skríða upp stigann í íbúðinni án leyfis, náð nokkurri leikni í að standa við borð og taka það sem á borðinu er og eins er hann orðinn mun ákveðnari en áður þegar kemur að því að gera það sem er bannað, borða blöð og þess háttar. En í dag er hann samt mest lasinn, með hósta og mikið hor. Mig rekur ekki minni til þess að Tómas hafi veikst áður, en einhvern tímann er allt fyrst.
Annars er mamma hans lasin líka. Þó hún hafi reyndar farið í skólann í morgun til að taka próf.
Staðið við stofuborðið
1761
Tómas Ingi ákvað áðan að standa á fætur við stofuborðið og sækja sér bæklinga til að borða. Þetta var í fyrsta sinn sem við sjáum drenginn standa á fætur annars staðar en í rúminu sínu.
1757
Við hjónin ákváðum að hinkra við og sjá hvort og hvernig Tómas myndi koma sér úr stöðunni við borðið. Sú bið endaði eins og myndin sýnir.