Ég gekk frá bókun með Icelandair í gær fyrir fjölskylduna frá Íslandi 10. ágúst og keypti á sama tíma miða til Íslands á ný sunnudaginn 17. desember, þar sem það var 100.210 krónum dýrara að kaupa einungis miða aðra leiðina fyrir okkur fjölskylduna. Ég efast hins vegar um að desembermiðinn verði nýttur.
Nú er hins vegar endanlega frágengið að við fljúgum til Íslands 28. júní og til baka 10. ágúst.
Category: 01 Fjölskyldan öll
Svangur
1740
Tómas Ingi var eitthvað svangur í morgun og meðan ég vaskaði upp, fékk hann sér Cheerios. Ég tók pakkann og gekk frá honum á sinn stað og fór því næst í símann. Þegar ég leit á drenginn hafði honum tekist að fá sér meira að borða.
Vísindakonan
1728
Tumi gaf Önnu Laufeyju, þegar hann kom í heimsókn, lítið vísinda-„kit“ með rafmagnsvírum, rafhlöðu-orkugjafa, ljósdíóðum og hljóðgjafa. Anna Laufey gerði nokkrar tilraunir í kvöld, m.a. setti hún saman þjófavarnarkerfi og læddi undir útidyramottuna þegar ég fór út með ruslið. Þegar ég svo kom inn og steig á mottuna byrjaði að ýla.
Flugvélaframleiðendur, gamlir menn og Tumi
1712
Ég og Tómas fórum með Tuma í Flugsafn bandaríska flughersins í Dayton í gær. En þangað eru sendar eintök af öllum flugvélum sem flugherinn notar. Á safninu eru um 300 vélar og flugskeyti til sýnis. Það virðist vera ljóst þegar gengið er um safnið að Kóreustríðið virðist hafa verið gósentíð flugvélagerðarmanna, en óhemjufjöldi mismunandi véla frá þeim tíma var á safninu. Halda áfram að lesa: Flugvélaframleiðendur, gamlir menn og Tumi
Að gefa skilaboð
Tómas Ingi var ekki of ánægður með foreldra sína í gærkvöldi, þriðjudagskvöld, þegar hann var settur í rúmið. Í mótmælaskini við þessa ákvörðun greip hann í rimlana á rúminu og stóð upp. Halda áfram að lesa: Að gefa skilaboð
Tumi mættur
1681
Bragi og Baldur flugu heim á leið héðan frá Columbus á laugardaginn, en þess var ekki lengi að bíða að nýr gestur kæmi við. Tumi bróðir kom í dag og verður fram á föstudag. Hann ákvað reyndar að gista á hóteli, en vonandi náum við að sýna honum sitthvað meðan hann staldrar við.
—
Á sunnudaginn var voru borðuð páskaegg og haldið í Easter-Egg hunt út í garði. Myndir af Tuma og Tómasi, ásamt páskadegi eru komnar á netið.
Föstudagurinn langi
1642
Þetta árið var föstudagurinn langi með mjög óvenjulegu sniði hér hjá okkur í Bexleybæ. Enda dagurinn frídagur hjá fæstum í BNA, þó reyndar Cassingham Elementary School hafi verið lokaður. Halda áfram að lesa: Föstudagurinn langi
Laumupúki
Mér tókst að koma upp um Tómas Inga í gær, hann er laumusnuddusjúgari. Eins og sumir vita þá neitar strákurinn að taka snuð, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir foreldrana, kaup á tugum mismunandi snuðtegunda og mikla þolinmæði Jennýjar þá hefur hann neitað. Halda áfram að lesa: Laumupúki
Da-Da
Tómas sagði fyrsta „orðið“ sitt rétt í þessu. Reyndar talar hann ensku, enda í BNA. Hann sagði dada sem hlýtur að útleggjast pabbi.
Varnarmálum Íslands borgið
1620
Tómas Ingi og Anna Laufey mættu á Wright-Patterson Air Force Base í dag til að prófa helstu herflugvélarnar og velta fyrir sér hvað henti best fyrir íslenskar aðstæður.
Með í för voru Jenný, Bragi og Baldur.
Bragi og Baldur mættir
Dagurinn í gær var skemmtilegur og viðburðaríkur, við fórum í gær í mat til Jason ásamt Violeta, en hún vann með Jennýju á raunvísindastofnun HÍ og er dósent í stærðfræðiskor á Íslandi. Halda áfram að lesa: Bragi og Baldur mættir
Fáránlega heitt
Við fjölskyldan vöknuðum við þrumuveður í morgun og þegar Anna fór í skólann rigndi eins og hellt væri úr fötu. Ég verð að viðurkenna að mér leist passlega vel á að fara í grill til Jason í kvöld.
Núna hins vegar kl. 15, eða 3pm eins og þeir segja í þessu landi, líklega bara til að vera öðruvísi, er hins vegar skelfilega heitt. Tölvan segir að hitinn sé bara 24 gráður á Celcius. Íbúar hér kalla þetta víst vorveður, sumrin séu miklu heitari.
Walkpooling
Það var minn dagur að sækja krakkana átta í Trinity Lutheran Apartments. Ég og Tómas mættum rétt eftir þrjú fyrir utan skólann tilbúnir að fylgja hópnum heim.
Ég sá reyndar að tvær stelpur úr hópnum voru á Safety Patrol við gatnamótin við skólann og sá fram á að þurfa að bíða í 15-20 mínútur aukalega eftir þeim, það var svo sem í lagi. Halda áfram að lesa: Walkpooling
Vorið komið og skrifstofan í skólanum
Vorið er komið í Ohio. Hitastigið hefur verið heldur hærra og raki kominn í loftið – og þar með „útlanda lyktin“. Við fengum reyndar smá vott af óveðrinu sem gekk yfir miðvesturríkin í gær, það var meira að segja hvirfilbylja-vakt (tornado watch) í sjónvarpinu. Halda áfram að lesa: Vorið komið og skrifstofan í skólanum
Knattspyrna og fiskur
Í gær tók ég þátt í knattspyrnumóti Bexleybæjar fyrir keppendur yfir þrítugu, en á sunnudögum í vor verða spilaðar 16 leikir í mótinu, sem er ágætt þar sem liðin eru aðeins 4. Ég fékk inni í gullna liðinu, en eins og í öllum alvörumótum er skipt í græna, bláa, hvíta og gullna liðið. Við töpuðum fyrsta leik. Halda áfram að lesa: Knattspyrna og fiskur