Þegar ég las Dilbert í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag, fékk ég algjörlega nýja sýn á framhaldssöguna um sófann. Halda áfram að lesa: Framhaldssagan um sófann
Category: 01 Fjölskyldan öll
Sumarið í sumar
Nú er dagskrá næsta sumars byrjuð að fá á sig mynd. Þetta verður líklega síðasta sumarið í nokkurn tíma sem við fjölskyldan fáum langt sumarfrí saman, áður en nám, prófatökur og verkefnavinna taka hér öll völd. Halda áfram að lesa: Sumarið í sumar
Myndir úr kirkjunni
Ég rakst á skemmtilegar myndir frá Christ Lutheran Church á flickr.com, en það er kirkjan sem við leitumst við að fara í á sunnudögum.
Uppeldi
1603
Eins og fram hefur komið eiga Tómas og Anna frænku sem hefur verið dugleg að kenna, sér í lagi, Önnu að skemma og brjóta. Þar sem vonda frænkan er hvergi nærri, hef ég þurft að annast þessa þjálfun hjá Tómasi. Hægt er að sjá þjálfunarmyndband með því að smella á „ikonið“ með þessari færslu.
Móðurmál
Columbus Dispatch fjallar á forsíðu Metro&State um móðurmál. Skv. blaðinu fjölgar börnum með annað móðurmál en ensku ógnarhratt í mið-Ohio. Halda áfram að lesa: Móðurmál
Samferða
Rétt í þessu var Anna Laufey að fara með hinum krökkunum hér í Trinity Lutheran Apartments og Dr. Karanja í skólann. En frá og með deginum í dag tökum við þátt í Carpooling með hinum foreldrunum hér á campus. Reyndar er aðeins keyrt í skólann, en stefnan er að ganga úr skólanum með hópinn. Vegna þess að við erum ekki á mini-van höfum við það hlutverk að sækja börnin tvisvar í viku, en minivan-fólkið sér um að koma börnunum í skólann.
Spring break – víhí!
1533
Já, við mæðgurnar höfum verið í vor-fríi undanfarna viku og það var kærkomið en alltof fljótt að líða. Við höfum að mestu tekið lífinu með ró, reynt að hvíla okkur eftir nokkuð strembna byrjun á Ameríkudvöl. Ég hef notið þess að vera með fjölskyldunni og ekkert hugsað um skólann. Elli notaði tækifærið og tók sér smá frí frá húsföðurhlutverkinu, fór m.a. í bíó og á bílasýningu (! ætli hann hafi þurft smá „macho“ mótvægi við hlutverkið sem hann gegnir þessa dagana?). Halda áfram að lesa: Spring break – víhí!
Dónaskapur
Þar sem Jenný er komin með kennitölu ákváðum við í síðustu viku að færa símana okkar í áskrift enda er mjög dýrt að vera með frelsisáskriftina sem við höfum hjá Cingular. Halda áfram að lesa: Dónaskapur
Skólinn gengur vel
Nú er vorfríið (e. Spring Break) byrjað hjá Jennýju og Önnu Laufeyju. Til að halda upp á það fóru þær mæðgur í GAP kids í Easton og keyptu föt á Önnu Laufeyju. Halda áfram að lesa: Skólinn gengur vel
Cassingham í Columbus Dispatch
Í dag var fréttamynd og texti um Cassingham Elementary á forsíðu Metro&State fylgiblaðsins með Columbus Dispatch, en blaðið er það útbreiddasta hér í mið-Ohio. Á myndinni mátti sjá 4 stelpur í sjötta bekk halda gærdaginn hátíðlegan, en þá var PÍ-dagurinn hér í BNA.
Mannlífssamskipti
Vonda frænkan* gaf okkur áskrift af Mannlífi í jólagjöf. Skemmtileg gjöf enda gaman að fá reglulega lesefni á íslensku hingað til BNA. Hins vegar er einn galli á gjöfinni. Halda áfram að lesa: Mannlífssamskipti
Learning Objectives
Seinnipartinn í dag gerði ég mitt besta til að hjálpa Önnu Laufeyju við heimalærdóminn. Verkefni dagsins fólust aðallega í því að klára verkefni sem Anna hafði ekki náð að klára í skólanum í vikunni. Halda áfram að lesa: Learning Objectives
Skyr.is
Ég, Anna og Tómas ákváðum að skreppa núna síðdegis í Whole Foods Market en Steini (Steinn Jónsson) benti mér á í gær að þar væri stundum hægt að kaupa íslenskan mat. Við keyrðum sem leið lá í Dublin í grenjandi rigningu og þrumuveðri og eftir 25 mínútna akstur komumst við á leiðarenda, en í Dublin reyndist vera sól og u.þ.b. 25 stiga hiti. Halda áfram að lesa: Skyr.is
Afmælið hjá Ryan M
Önnu Laufeyju var í dag boðið í afmæli til Ryan M en hann er bekkjarfélagi hennar í Cassingham. Afmælið var haldið hjá United Skates sem er hjólaskautahöll hér í nágrenninu. Anna hefur ekki áður farið á skauta, en hæfileikar föður hennar á því sviði virðast hafa erfst. Eftir tæpa klukkustund var Anna komin á fleygiferð á hjólaskautunum og var næstum ófáanleg heim þegar partíinu lauk.
Tómas klórar
1529
Tómasi finnst gaman að láta neglurnar sínar strjúkast við hitt og þetta. Hins vegar var honum ekki jafn skemmt fyrir tveimur dögum þegar hann vaknaði við það að hafa klórað sig til blóðs á nefinu. Mér brá nokkuð við enda drengurinn blóðugur um allt andlit. En eftir að hafa þrifið hann og kallað til Önnu Laufeyju til að hjálpa til við að plástra sárið þá leit Tómas svona út.
E.s. Það er búið að klippa neglurnar núna.