Uppeldi

1603

Eins og fram hefur komið eiga Tómas og Anna frænku sem hefur verið dugleg að kenna, sér í lagi, Önnu að skemma og brjóta. Þar sem vonda frænkan er hvergi nærri, hef ég þurft að annast þessa þjálfun hjá Tómasi. Hægt er að sjá þjálfunarmyndband með því að smella á „ikonið“ með þessari færslu.

Samferða

Rétt í þessu var Anna Laufey að fara með hinum krökkunum hér í Trinity Lutheran Apartments og Dr. Karanja í skólann. En frá og með deginum í dag tökum við þátt í Carpooling með hinum foreldrunum hér á campus. Reyndar er aðeins keyrt í skólann, en stefnan er að ganga úr skólanum með hópinn. Vegna þess að við erum ekki á mini-van höfum við það hlutverk að sækja börnin tvisvar í viku, en minivan-fólkið sér um að koma börnunum í skólann.

Spring break – víhí!

1533

Já, við mæðgurnar höfum verið í vor-fríi undanfarna viku og það var kærkomið en alltof fljótt að líða. Við höfum að mestu tekið lífinu með ró, reynt að hvíla okkur eftir nokkuð strembna byrjun á Ameríkudvöl. Ég hef notið þess að vera með fjölskyldunni og ekkert hugsað um skólann. Elli notaði tækifærið og tók sér smá frí frá húsföðurhlutverkinu, fór m.a. í bíó og á bílasýningu (! ætli hann hafi þurft smá „macho“ mótvægi við hlutverkið sem hann gegnir þessa dagana?). Halda áfram að lesa: Spring break – víhí!

Cassingham í Columbus Dispatch

Í dag var fréttamynd og texti um Cassingham Elementary á forsíðu Metro&State fylgiblaðsins með Columbus Dispatch, en blaðið er það útbreiddasta hér í mið-Ohio. Á myndinni mátti sjá 4 stelpur í sjötta bekk halda gærdaginn hátíðlegan, en þá var PÍ-dagurinn hér í BNA.

Afmælið hjá Ryan M

Önnu Laufeyju var í dag boðið í afmæli til Ryan M en hann er bekkjarfélagi hennar í Cassingham. Afmælið var haldið hjá United Skates sem er hjólaskautahöll hér í nágrenninu. Anna hefur ekki áður farið á skauta, en hæfileikar föður hennar á því sviði virðast hafa erfst. Eftir tæpa klukkustund var Anna komin á fleygiferð á hjólaskautunum og var næstum ófáanleg heim þegar partíinu lauk.

Tómas klórar

1529

Tómasi finnst gaman að láta neglurnar sínar strjúkast við hitt og þetta. Hins vegar var honum ekki jafn skemmt fyrir tveimur dögum þegar hann vaknaði við það að hafa klórað sig til blóðs á nefinu. Mér brá nokkuð við enda drengurinn blóðugur um allt andlit. En eftir að hafa þrifið hann og kallað til Önnu Laufeyju til að hjálpa til við að plástra sárið þá leit Tómas svona út.
E.s. Það er búið að klippa neglurnar núna.