Á Groundhog day hér í BNA í febrúar var því haldið fram að nú væru 6 vikur eftir af vetrinum í Ohio og nálægum ríkjum. Í augnablikinu er hins vegar 22 stiga hiti, þannig að dýrin höfðu augljóslega rangt fyrir sér. Ég og Tómas ætlum því að skreppa út.
Category: 01 Fjölskyldan öll
Afmæli
Já það er afmælistími þessa dagana. Þó minn afmælisdagur sé enn ekki búinn þá er ég hrædd um að Elli hafi þegar unnið keppnina um að gera ánægulegan afmælisdag fyrir maka sinn. Halda áfram að lesa: Afmæli
Sófinn kominn (loksins)
1495
Eftir endalaust vesen með SofaExpress kom síðasti hluti sófans okkar í dag. Jafnframt lét verslunarstjórinn í versluninni við Hamilton Road endurgreiða $100 skaðabætur á VISA-kortið mitt í gær. Sófinn er stór og mikill í ekki mikla og stóra stofu, en það var mikil gleði hjá Önnu Laufeyju í dag, enda skilgreindi hún hornið sem sinn kúristað strax og við skoðuðum sófann í búðinni.
Hægt er að sjá nokkrar nýjar myndir hér.
Tómas skríður
Tómas hefur verið hreyfanlegur í nokkrar vikur núna og skriðtæknin hans hefur tekið miklum framförum. Áðan náði ég þessu skemmtilega myndskeiði af honum. Við þjöppun varð reyndar nokkur bjögun vegna baklýsingarinnar, en við tökum viljan fyrir verkið.
Bílavesen
Undanfarið hefur heyrst væl í bremsunum á bílnum okkar og ef við höfum bremsað ákveðið á 65 mílna hraða hefur komið fram titringur í stýrinu. Jenný sem er næstum einvörðungu á bílnum hefur skiljanlega haft af þessu nokkrar áhyggjur. Þar sem ég var á bílnum í dag, Anna og Tómas áttu að fara í bólusetningu sem reyndar tókst ekki alveg (það er efni í aðra færslu), Halda áfram að lesa: Bílavesen
Allt á réttri leið
Anna Laufey fór í skólann í morgun, eftir veikindi helgarinnar og virðist orðin alveg hress. Jenný fór í skólann á seinnipart mánudags til að sitja yfir prófi og fara yfir úrlausnir og var jafnframt í skólanum að læra og kenna í gær. Halda áfram að lesa: Allt á réttri leið
Veikindi
Í dag eru veikindi hér á East Main Street en Jenný og Anna Laufey eru báðar með einhvers konar flensu. Þetta er sérlega óheppilegt fyrir Jennýju en núna er mikið að gera í skólanum, bæði verkefnaskil og heimapróf. Halda áfram að lesa: Veikindi
Vestan við okkur
Hér rétt vestan við okkur, hinum megin við Alumn Creek er fremur vafasamt hverfi. Það vafasamt að ég, Anna og Tómas höfum ekki enn keyrt götuna okkar, East Main Street, til vesturs. Jenný hins vegar tekur strætó þar í gegn, þá daga sem hún tekur strætó í skólann. Halda áfram að lesa: Vestan við okkur
Hraðsófasalan
Sófinn kom í morgun frá Hraðsófasölunni, en reyndar ekki allur. Enn vantar miðstykkið í hornsófann okkar, en það er væntanlegt á næstu tveimur dögum, vonandi. Það tók því 31 dag að afgreiða sófann í stað lofaðs 21 dags. Þegar við svo prófuðum sófann eftir að flutningamennirnir voru farnir, virkaði ekki annað tveggja hægindasætanna. Halda áfram að lesa: Hraðsófasalan
Myndskeið
1484
Nú hefur mér loksins tekist að gera myndakerfið þannig úr garði að það haldi utan um myndskeið. Næstu verkefni felast í því að hafa smámynd með hverju myndskeiði og finna út á hvaða formi er hentugast að hafa þau á vefnum. Fyrst í stað eru þau því flest á WindowsMediaVideo. Ef myndskeiðin virka ekki í mac, þarf að sækja Flip4Mac hér.
Þangað til þessi vandamál eru leyst birtist meðfylgjandi tákn í stað smámyndar. Ef smellt er á táknið spilast meðfylgjandi myndskeið.
Tómas borðar
1413
Ég tók nokkrar myndar af Tómasi Inga að borða nú í vikunni. Hann var ekki lengi að komast upp á lagið með að borða graut og ekki duga minna en tvær skeiðar til að koma matnum á sinn stað.
Reyndar hefur Jenný gert athugasemdir við að þegar hún komi heim sé hægt að skafa mat úr eyrunum á Tómasi.
Hægt er að skoða allar myndirnar hér, ásamt nokkrum myndum af skriðtilraunum.
Leikþáttur um hringrás vatns
1360
Fyrstu bekkirnir í Cassingham settu á föstudaginn upp leikþátt um hringrás vatns í leikhúsi skólans (leitað er að styrktaraðila, sem fær að setja nafnið sitt á leikhúsið). Ég tók nokkrar myndir, en Anna Laufey lék sólina í verkinu. Í dag, mánudag, var síðan frí í skólanum, enda Forsetadagur. Ég, Tómas Ingi og Anna Laufey ákváðum því að skreppa í dýragarðinn og notfæra okkur félagsaðild okkar. Það var fátt í garðinum þrátt fyrir frídaginn, enda lítið af dýrum úti við.
Rólegur laugardagur og ælupest
Elli skellti sér á kynningu fyrir hugsanlega framtíðar nemendur Trinity Lutheran Seminary í dag. Það er nokkuð algengt að skólar hér í USA bjóði umsækjendum í slíka kynningu til að auka líkur á að þeir taki boði um skólavist. Halda áfram að lesa: Rólegur laugardagur og ælupest
Pirr
Sofa Express stendur ekki alveg undir nafni. Þrátt fyrir að lofa afhendingartíma upp á 21 dag í búðinni, þá er sófinn ekki kominn þrátt fyrir að liðnir séu 23 dagar síðan hann var pantaður. Halda áfram að lesa: Pirr
Gott að borða
1311
Undanfarið höfum við haft smá áhyggjur af því hvort Tómas Ingi fái nóg að borða. Þannig klárar hann allt sem sett er í pelann hans og stundum virðist hann vilja meira en mamma hans getur boðið. Af þeim sökum ákváðum við að bjóða honum barnagraut í kvöld, nú þegar hann er rétt tæpra 5 mánaða. Halda áfram að lesa: Gott að borða