Við keyptum í kvöld fartölvu fyrir Jennýju. HP-vél með Intel Pentium M (735) Centrino og 15″ skjá. Um leið ákváðum við að fjárfesta í iSight myndavélinni frá Apple, en það hefur staðið til lengi. Hægt er að nota Yahoo spjallkerfið til að hafa samband við okkur með mynd. Apple-notendur geta síðan að sjálfsögðu notað iChat.
Category: 01 Fjölskyldan öll
Ljósmyndir frá BNA
Loksins eru komnar nokkrar myndir á vefinn frá flutningunum og frá BNA. Við höfum reyndar verið mjög ódugleg við að mynda enda í mörgu að snúast.
Hægt er að smella hér til að sjá myndirnar.
Sendur heim úr 6 ára bekk
Anna Laufey átti 7 ára afmæli í gær. Við héldum reyndar upp á afmælið saman með því að fara í dýragarðinn á sunnudag. Í gærmorgun fórum við Anna svo í skólann með „cupcakes“ handa bekknum og kennurunum hennar Önnu. Halda áfram að lesa: Sendur heim úr 6 ára bekk
Anna í skólanum
Anna Laufey er byrjuð í skólanum. Hún er í 1. bekk hjá Mrs. Claydon og síðustu daga hef ég verið með henni í skólanum og iðulega Tómas Ingi einnig. Reyndar tók Jenný vaktina í morgun frá 8-11. Halda áfram að lesa: Anna í skólanum
Mikill dagur
Dagurinn í gær, 5. janúar, var stór dagur hér hjá okkur í Bexley-bæ. Jenný fór með Önnu í skólann í morgun ásamt Tómasi Inga meðan ég fór til að skammast í TimeWarner Cable vegna netleysis. Afgreiðslan á Alumn Creek reddaði mér snarlega og ég hélt heim til að tengja. Halda áfram að lesa: Mikill dagur
Komin
Nú erum við komin til Columbus, reyndar Bexley. Halda áfram að lesa: Komin
Á ferðinni
Við lögðum af stað frá Reykjavík á annan í jólum og héldum sem leið lá til Baltimore. Ferðin gekk úrvalsvel, reyndar kom í ljós að andúð Tómasar á snuðum leiddi til þess að hann fékk að drekka óvenjulega oft á leiðinni. Halda áfram að lesa: Á ferðinni
Farin
Nú erum við fjölskyldan endanlega farin úr íbúðinni okkar í Stóragerði, en er eftir smávegis af dóti, sem fær að vera þar til okkur tekst að selja. En þá munu einhverjir góðir ættingjar fjarlægja það sem ekki selst með íbúðinni. Síðasta heimsóknin var í dag, þegar Styrmir keypti glerskápinn úr stofunni.
Íbúðin næstum tóm
Nú er fátt eftir í íbúðinni í Stóragerði, nokkrir Billyskápar, rúmið okkar og Önnurúm, tölvan, þvottavél, þurrkari og fáeinar eftirhreitur af flutningum.
Nú sitt ég að enda við að ganga frá tölvunni hennar Jennýjar – endanlega. Búin að hreinsa út allt sem eitthvað er og hún er tilbúin til nýrra starfa, hvar sem það verður.
Frágangur á lokastigi
Rétt í þessu vorum við Jenný að enda við að ganga frá síðustu kössunum á leið til BNA. Reyndar er hjólið eftir og einn kassi opinn, en við munum ljúka því á morgun. Alls eru 53 hlutir á leið í skip og verður unnið af fullum krafti við að flytja niður í sendibíl á morgun milli kl. 9:30-10:30 og affermt á bretti niður á höfn. Brúarfoss heldur svo úr landi 23. desember og er væntanlegur til Fíladelfíu 4. janúar, þaðan fer dótið síðan með vöruflutningabifreið og kemur vonandi á 2192#F East Main Street í Bexley, ekki mikið síðar en 11. janúar. Þá verðum við líka búin að notast við plastdiska og vindsængur í tvær vikur.
Myndir frá Jennýju ömmu
Jenný amma sendi okkur í kvöld nokkrar myndir úr skírn Tómasar Inga. Hægt er að sjá myndirnar hér.
Við erum komin með heimilisfang
Heimilisfangið okkar í BNA verður eins og hér segir:
Halldór Elías Guðmundsson (eða annað nafn að eigin vali)
2192#F East Main Street
Columbus
Ohio 43209
USA
Pakka, henda, pakka
Líf fjölskyldunnar þessa dagana snýst um lítið annað þessa dagana. Dótið okkar fer í skip næsta föstudag og jólaundirbúningur verður bara að bíða þangað til eftir þann dag. Í þessu ferli þurfum við að hafa í huga að það er dýrt að flytja dót milli heimsálfa og að geymslupláss á Íslandi er takmarkað. Halda áfram að lesa: Pakka, henda, pakka
Vegabréfsáritanir frágengnar
Nú höfum við fjölskyldan fengið grænt ljós hjá yfirvöldum í BNA um að flytja til landsins, vegabréf Tómasar, Jennýjar og Ella komu í gær, með samþykki, en vegabréfið hennar Önnu kom í dag. Nú er ekkert að vanbúnaði að hefja pökkun, sem reyndar hófst fyrir nokkrum dögum.
Myndir úr skírn Tómasar Inga
875
Nú erum við búin að setja inn nokkrar myndir úr skírninni hans Tómasar Inga frá fyrsta sunnudegi í aðventu. Myndirnar eru úr myndavélinni hans Binna afa.