Farin

Nú erum við fjölskyldan endanlega farin úr íbúðinni okkar í Stóragerði, en er eftir smávegis af dóti, sem fær að vera þar til okkur tekst að selja. En þá munu einhverjir góðir ættingjar fjarlægja það sem ekki selst með íbúðinni. Síðasta heimsóknin var í dag, þegar Styrmir keypti glerskápinn úr stofunni.

Íbúðin næstum tóm

Nú er fátt eftir í íbúðinni í Stóragerði, nokkrir Billyskápar, rúmið okkar og Önnurúm, tölvan, þvottavél, þurrkari og fáeinar eftirhreitur af flutningum.
Nú sitt ég að enda við að ganga frá tölvunni hennar Jennýjar – endanlega. Búin að hreinsa út allt sem eitthvað er og hún er tilbúin til nýrra starfa, hvar sem það verður.

Frágangur á lokastigi

Rétt í þessu vorum við Jenný að enda við að ganga frá síðustu kössunum á leið til BNA. Reyndar er hjólið eftir og einn kassi opinn, en við munum ljúka því á morgun. Alls eru 53 hlutir á leið í skip og verður unnið af fullum krafti við að flytja niður í sendibíl á morgun milli kl. 9:30-10:30 og affermt á bretti niður á höfn. Brúarfoss heldur svo úr landi 23. desember og er væntanlegur til Fíladelfíu 4. janúar, þaðan fer dótið síðan með vöruflutningabifreið og kemur vonandi á 2192#F East Main Street í Bexley, ekki mikið síðar en 11. janúar. Þá verðum við líka búin að notast við plastdiska og vindsængur í tvær vikur.

Pakka, henda, pakka

Líf fjölskyldunnar þessa dagana snýst um lítið annað þessa dagana. Dótið okkar fer í skip næsta föstudag og jólaundirbúningur verður bara að bíða þangað til eftir þann dag. Í þessu ferli þurfum við að hafa í huga að það er dýrt að flytja dót milli heimsálfa og að geymslupláss á Íslandi er takmarkað. Halda áfram að lesa: Pakka, henda, pakka

Vegabréfsáritanir frágengnar

Nú höfum við fjölskyldan fengið grænt ljós hjá yfirvöldum í BNA um að flytja til landsins, vegabréf Tómasar, Jennýjar og Ella komu í gær, með samþykki, en vegabréfið hennar Önnu kom í dag. Nú er ekkert að vanbúnaði að hefja pökkun, sem reyndar hófst fyrir nokkrum dögum.