Ungbarnaeftirlitið mætti hér í Stóragerði í morgun. Þetta hljómar eins og lögreglu aðgerð! Reyndar kallar heilsugæslan þetta ungbarnavernd, en „eftirlitið“ leynist enn í nokkrum pappírum frá þeim. Halda áfram að lesa: Ungbarnaeftirlitið
Category: 01 Fjölskyldan öll
Stúfur, litli kútur, snúður…
Það er illt að hafa ekki nafn. Þá er maður kallaður ýmsum bjánalegum nöfnum. Anna Laufey er orðin þreytt á nafnleysi litla bróður og lagði til í gær að við myndum bara kjósa um þetta. Hún ætlaði líka að gera kórónu handa prinsinum og það verður að vera nafn á henni svo þetta ástand er náttúrlega óþolandi.
Mjólk er góð
Lífið hjá okkur litla kút hefur hingað til bara snúist um mjólk, ég fer bráðum að segja „muu“. Mjólkin hefur verið mjög sein í gang og ekki komið nóg ennþá þó allt stefni í rétta átt. Þessi seinagangur orsakast líklegast af því að ég hef engan skjaldkirtil en það á þó ekki að koma í veg fyrir að ég mjólki nóg, bara að allt gerist frekar hægt. Litli kútur var orðinn heldur gulur á fimmtudaginn svo það hefur þurft að grípa til mjólkurblöndu og greyið miskunnarlaust vakinn á þriggja tíma fresti til að fá brjóst og ábót á eftir. Þessi rútína hefur reynt svolítið á foreldrana líka :-). Nú er guli liturinn orðinn mun minni og við getum slakað á með mjólkurblönduna og vonandi örvast þá brjóstin betur. Fyrir utan þessi gulu mál er drengurinn hraustur og sæll og var útskrifaður úr fimm daga skoðun á föstudag með stæl.
Nokkrar nýjar myndir
Nú höfum við bætt við fáeinum myndum í möppu þessarar viku..
Fæddur sonur
Í gær mánudaginn 19. september kl. 12:53 fæddist sonur á Landspítalanum. Hann mældist eftir fæðingu 3785 gr. eða rétt rúmar 15 merkur og 52 sm langur. Móður og barni heilsast vel, systur og pabba líka. Hægt er að skoða myndir af drengnum á hér á vefnum.
Myndasafnið orðið virkt
Myndasafnið okkar er orðið virkt hérna á netinu og með tengingarmöguleikum við bloggið. Nú er að sjá hvernig það gengur að nýta sér það.
Vefsíða Ella og Jennýjar
Hér verða skráðar upplýsingar um líf Ella, Jennýjar, Önnu Laufeyjar og litla kúts.
Infant center í Columbus
Við fengum í júní svohljóðandi bréf frá TLS, en þau eru öll af vilja gerð til að hjálpa okkur við að komast fyrir í BNA. Halda áfram að lesa: Infant center í Columbus