Jenný byrjuð í skólanum

Þá er enn eitt skólaárið byrjað og ég þarf að venjast því að kallast fjórða árs nemi. Ég hef reyndar verið að vinna á fullu undanfarnar vikur bæði í mínum eigin rannsóknum og RA-vinnunni minni. Ég mun auðvitað að halda áfram að vinna í því en nú bætast við þrír kúrsar. Hér koma lýsingar á kúrsunum með mjög lauslegum þýðingum á enskum heitum. Halda áfram að lesa: Jenný byrjuð í skólanum

Allt í fullum gangi

Nú er allt komið á fullt hér í Bexleybæ, en Jenný byrjar í skólanum í dag. Þrátt fyrir að önnin mín hafi átt að vera rólegri en fyrri annir, þá er nóg að gera sér í lagi hjá Önnu. Heimavinnan hennar í skólanum er meiri en áður, sér í lagi vegna þess að hún er að taka 5. bekkjar stærðfræði, þrátt fyrir að hún sé í 4. bekk og þess utan er hún í sérkennslu fyrir börn sem standa sig sérstaklega vel í 5. bekkjar stærðfræði og í sérkennslu í ensku og bókmenntum fyrir börn með sérgáfu á því sviði. Halda áfram að lesa: Allt í fullum gangi

Tómas Ingi er þriggja ára í dag!

Við vöktum kappann með söng og pakka í morgun. Hann var nú ekki á því að vakna, breyddi bara sængina upp fyrir haus og vildi sofa meira. Þegar hann loksins fékkst til að opna augun varð hann spenntur yfir pakkanum og var þá til í að fara á fætur. Hann fékk skál og glas með mynd af Brútusi, OSU lukkudýrinu, sem á þessu heimili gengur undir nafninu „Buckeye“. Það var auðvitað mikill munur að borða Weetabixið úr Buckeye skál og drekka mjólkina sína úr Buckeye glasi! Við sungum svo afmælissönginn aftur og aftur í bílnum á leiðinni í leikskólann.

Anna Laufey farin aftur í skólann

Nú er kominn þriðji dagur í rafmagnsleysi. Þetta er þó allt á réttri leið því skólinn hennar Önnu Laufeyjar fór aftur í gang í morgun. Ekki voru nú allir krakkarnir ánægðir með það 🙂 . Annars má geta þess að Iphone-inn hans Ella hefur aldeilis sannað gildi sitt því hann hefur getað tékkað á skólalokunum á netinu í gegnum símann (ég held reyndar að hann hafi getað það líka með gamla símanum, en það er algert aukaatriði 🙂 ).

Ég sit nú á Cup-O-Joe, sötra kaffi og nota nettenginguna þeirra óspart. Ég nennti ekki í skólann í morgun en fór í staðinn á Starbucks og keyrði nokkrar MCMC (Markov chain Monte Carlo) runur og las grein um Hybrid MCMC á meðan tölvan vann.

Líf í rafmagnsleysi

Þegar von var á leyfunum af fellibylnum Ike hingað til Ohio á sunnudaginn þá var varað við sterkum vindi. Ég glotti nú bara útí annað því það var bara spáð 12-18 m/s, en reyndar allt að 28m/s í vindhviðum. Ég var meira að segja svolítið spennt að fá loksins almennilegt rok! Ég er ekkert spennt lengur og glottið er löngu farið. Vindurinn feykti niður rafmagnsstaurum og trjám og oft féllu trén á rafmagnslínur og niðurstaðan er rafmagnsleysi í nærri tvo sólarhringa. Halda áfram að lesa: Líf í rafmagnsleysi

Rafmagnslaust

Mikið óveður er í mið-Ohio en leyfar Ike ganga nú yfir. Það er gert ráð fyrir 12-15 m/s en reyndar allt að 38 m/s í kviðum. Eitt tréð í garðinum okkar missti risagrein rétt áðan. Greinin var á stærð við meðal stórt ísl. tré. Annars er aðalástæða þessarar færslu að segja frá því að rafmagnið er farið og óvíst hvenær það kemur á ný. En ég get samt bloggað á hrafnar.net með símanum mínum.

Tómas trendy

Ég man ekki hvort ég skrifaði um það í vetur þegar ég var med krakkana á Rusty Bucket ad borða og ungur karlmaður kom ad borðinu til ad dást að peysunni sem Tómas var í. Mér þótti svolítið merkilegt að einhver stæði upp frá borðinu sínu á veitingastað til að ræða við aðra gesti um hversu flottum fötum börnin væru í. Þetta er eiginlega hámark merkjadýrkunnar. Reyndar var maðurinn á Rusty Bucket að standa upp frá borðinu sínu og að gera sig tilbúin til að fara, en samt.

Í dag vorum við á veitingastaðnum Mad Mex upp á High Street, rétt við OSU svæðið, þegar maður rétt um fimmtugt stóð upp frá borðinu sínu, kom ad borðinu okkar og spurdi hvort Tómas væri virkilega í varabúningi Man. Utd. frá því fyrir 10 árum. Honum þótti augljóslega mikið til um hversu trendy Tómas er.
Við foreldrarnir veltum hins vegar fyrir okkur hvort við þurfum ad draga úr veitingahúsaheimsóknum enda hlýtur að styttast í að papparassar fari að elta Tómas á röndum.

Komin niður á jafnsléttu


Daginn eftir fundinn langa 08/08/08 í rannsóknarverkefninu mínu byrjaði námskeið um Veðurfar og tölfræði . Námskeiðið var haldið í húsakynnum NCAR, stóð í 5 daga og var mjög stíft. Það var dagskrá frá 8 til 5 alla daga og flesta daga voru langir fyrirlestrar. Ég lærði mjög mikið en ég er hrædd um að ennþá meira hafi farið framhjá mér, enda var lítill tími til að vinna úr því efni sem var farið yfir. Halda áfram að lesa: Komin niður á jafnsléttu

Disney skipulag

Í dag gengum við frá bókunum fyrir Disney World um jólin. Við munum gista á Caribbean Beach Resort frá 28. desember-1. janúar og gerum ráð fyrir að vera alls 5 daga í Disneygörðunum, frá morgni 28. desember og fram undir kvöldmat 1. janúar. Ég ákvað einnig að ganga frá kvöldmat á Gamlárskvöld en planið er að vera í Magic Kingdom garðinum þann dag. Þrátt fyrir að aðeins sé tekið við pöntunum 180 daga fram í tímann og nú séu rétt um 140 dagar fram að áramótum þá var allt uppbókað í kvöldverð með Öskubusku í Disney kastalanum sjálfum og eins var ekkert laust í mat með Bangsímon í The Crystal Palace. Reyndar var ekki bara bókað í kvöldverðinn á Gamlársdag á þessum tveimur stöðum, það var heldur ekki hægt að mæta í morgunmat eða hádegismat.

Þjónustufulltrúinn sem ég talaði við og ég held að hljóti að hafa verið einn af jákvæðu fuglunum sem fljúga yfir hausunum á Disney prinsessum, var hins vegar mjög viljugur að aðstoða mig við að finna fínan matsölustað á Gamlársdag og bauð mér að bóka hlaðborð á Disney’s Grand Floridian Resort & Spa sem er víst dýrasta hótelið í Disneyheimi og lofaði mér því að Öskubuska og stjúpsysturnar myndu koma og spjalla við okkur þar. Þjónustufulltrúinn sagði mér einnig að máltíð á þessum veitingastað væri innifalinn í matarplaninu sem ég bókaði með Caribbean Beach hótelinu og aðgöngumiðunum í garðana.

Þá gaf þjónustufulltrúinn í skin að það væri betra fyrir okkur að bóka sem fyrst aðra kvöldverði í ferðinni sem allra fyrst, til að fá sæti á þeim veitingastöðum sem við óskum okkur. Ég ákvað samt að bíða með það, enda hef ég ekki hugmynd um hvaða veitingastaðir standa til boða.

Tvítyngdi Tómas

Ég er búinn að vera óþreytandi í að hrósa hæfileikum Tómasar í að greina á milli ensku og íslensku. Þannig hefur hann notast við setningar í leikskólanum sem hann notaði ekki heima og öfugt. Í dag og í gær hafa hins vegar komið fram smá brestir í þessu. Þannig er að Tómas notar ensku í leikskólanum, þangað til hann er sóttur og notar síðan íslensku heima við. Í dag og í gær hefur hann verið að leika sér hér á leikvellinum fyrir framan húsið okkar eftir leikskólann og þá koma vandamálin upp. Áðan hrópaði og kallaði Tómas á LiliBeth á íslensku og reyndi að fá hana til að hjálpa sér með einhverja bíla, en gekk lítið þar til hann skipti yfir í ensku. Þegar hann kom síðan inn til mín sagði hann mér að mamma sín væri að „fljúga til Iceland“, og hélt því fram blákalt við mig að hann héti Thomas en ekki Tómas. Hann hefur svo kallað mig til skiptis pabbi og daddy í allan dag.