Það er ekki mikið að frétta af ferðum Ella, Önnu og Tómasar á Íslandi. Síðan Jenný fór höfum við feðgar tekið það rólega meðan Anna er í Sumarbúðunum Ölver. Myndir úr flokknum hennar Önnu eru hér.
Category: 01 Fjölskyldan öll
Íslandsferð
Við leggjum af stað á afmælisdegi Döbbu frænku – miðvikudaginn 9. júlí svo við lendum á klakanum að morgni 10. júlí.
Við verðum með gömlu íslensku gsm númerin okkar:
Jenný: 861 4299
Elli: 893 6687
Jenný fer til baka að morgni þann 16. júlí (miðvikudagur) en Elli, Anna Laufey og Tómas Ingi fljúga til baka 6. ágúst.
Ps. já mamma, við brunnum öll í nýja vatns-skemmtigarðinum Zoombezi bay, sem er samtengdur dýragarðinum.
iDay
Rauðskinnar
Fjölskyldan fór í Zoombezi Bay í gær en það hefur staðið til í nokkurn tíma. Við vorum komin í garðinn um kl. 12:00 og þegar við sáum að almenningsvæðið var fullt, tókum við á það ráð að leigja lítið skýli fyrir dótið okkar, þar sem okkur var þjónað til borðs frá nálægu veitingahúsi. Veðrið var frábært, rétt undir 30 gráðum, heiðskýrt og smá gjóla. Þegar við höfðum verið á svæðinu í rúma 6 klst ákváðum við að halda heim á leið og þar komu eftirköstin í ljós.
Tómas er sínu minnst brenndur, með örlítið rauðar axlir og upphandleggi, enda var borið á hann reglulega. Anna var í tvískiptum sundbol, en þegar hún bar á sig sólaráburð var hún í stuttermabol, þannig að maginn hennar og mjóbakið eru fremur rauð. Við foreldrarnir erum þó mun verr haldin og ljóst að ekki verður mikið um sólböð hjá okkur næstu daga.
New York ferð
Það er nú kominn tími til að segja aðeins frá húsmæðraorlofinu í New York. Í stuttu máli þá var þetta frábær ferð. Hér má finna myndir frá ferðinni. Halda áfram að lesa: New York ferð
Tómas Ingi leiðréttir framburð
Hann Tómas Ingi á tvo vini sem heita Daniel. Annar þeirra er sonur Steina og Kristinar en hinn er vinur á leikskólanum. Á leiðinni í leikskólann um daginn þá spurði ég Tómas Inga hvort hann ætlaði að leika við Daniel þann daginn. Hann horfði hneykslaður á mig og sagði: „Ekki leika Dani-E-l, leika Deni-ö-l“ !
Á myndinni má sjá Kristínu Steinsdóttur Jónsson, Dani-E-l Steinsson Jónsson og Tómas Inga.
Kósístund í kjallaranum
Við Elli vorum á leið í háttinn þegar við urðum vör við viðvörunar bjöllur Bexley bæjar – það er semsagt óveður og hvirfilbylja viðvörun. Sjónvarps þulir sögðu að óveðrið gengi yfir Bexley kl 12:08 svo við drifum sofandi börnin niður í kjallara. Þau sofa nú bara vel, Tómas á dýnu og Anna á svefnpoka. Það drynja þrumur nokkurra á sekúndna fresti og himininn er eins og diskótek. Rétt í þessu voru að koma él. Þetta er bara svolítið kósí 🙂
Dagbók lögreglunnar
Eitt af því sem ég les alltaf í „local“-blöðunum í Bexley er dagbók lögreglunnar, enda er það merkileg lesning í öllum löndum. Í blaðinu í dag var þetta m.a. sagt:
Þjófnaður
Anna Laufey fór út að leika sér rétt í þessu og eftir smá tíma kom hún hlaupandi inn og spurði hvort að hjólið mitt væri svart. Ég skyldi ekki spurninguna alveg, svo ég leit út og tók eftir að hjólið mitt var horfið en í stað þess hafði svart flottara hjól og gleraugu verið skilinn eftir. Lásinn á keðjunni sem festi öll þrjú hjólin saman hafði verið klipptur og þjófurinn áliktaði ranglega að hjólið mitt væri það flottasta af þeim þremur sem við eigum.
Löggan var að koma og taka skýrslu og var ekki hrifin enda hjólaþjófnaðarmál víst þónokkur hluti af vinnunni þeirra þessa dagana. En alla vegana hjólið er glatað og löggan hafði ekki mikla trú á að tryggingafélagið myndi bæta tjónið.
Fjölskylduferð
Það er búið að vera heilmikil fjölskyldudagskrá síðustu daga. Ég og börnin fórum í dýragarðinn í vikunni, á föstudaginn fórum við á Kung Fu Panda og á Fun Fest tívolí hér í Bexley og í gær var síðan fjölskyldudagur þar sem var á dagskránni að fara í Kings Island skemmtigarðinn rétt norðan við Cincinnati og ef veður leyfði kíkja í vatnagarðinn þar. Veðurspáin leit allt í lagi út á föstudagskvöldi og við fórum af stað rétt fyrir kl. 10 á laugardagsmorgni, keyptum miða í garðinn á afslætti í Krogerbúðinni hér í Columbus og keyrðum suður I-71. Þegar við nálguðumst garðinn fór veðrið að líta verr út, rok og rigning (ekki samt á íslenskum skala). Við ákváðum að borða á Ruby Tuesday við Kings Island og sjá hvort ekki myndi birta til og ræddum hvort við ættum að grípa í varaplan. Þjónninn á staðnum sá að við vorum að rökræða næstu skref, og bauð góð ráð t.d. að fara í innanhúsvatnagarð rétt hjá. Við tókum hann á orðinu og keyrðum sem leið lá að Wolfe Lodge, en fengum að vita þar að aðgangur væri eingöngu fyrir hótelgesti og eina lausa herbergið kostaði $299+skatt. Þannig að sú hugmynd gekk ekki.
Neyðarplanið var því sett í gang, við ákváðum að fara í IKEA, en Jenný og Tómas höfðu ekki heimsótt verslunina í Ohio áður. Ég lagði til að við keyrðum smáhring í Cincinnati á leiðinni í IKEA, en í ljós kom að hringurinn sem ég hafði í huga og við fórum var hátt í 40 mílur. Jenný og börnunum var ekki of skemmt.
Það reyndist hins vegar mikið fjör í IKEA. Það var keypt alskonar smádót, kex og kókosbollur og við vorum í búðinni næstum tvo tíma. Eftir IKEA-ævintýrið var Jenný komin með hausverk og við fórum því á StarBucks og keyptum Frapucino drykki fyrir alla fjölskylduna. Ég og Anna svo við færum svo öll í Kings Island enda með miða og það hafði stytt upp. Við vorum komin í garðinn rétt fyrir kl. 4 og lofuðum Jennýju að vera ekki lengur en til kl. 7. Ferðin í garðinn reyndist hins vegar mun ljúfari en við áttum von á. Tómas og Anna fóru í fullt af tækjum ýmist ein eða með foreldrunum. Við enduðum með að vera í garðinum til kl. 9 og vorum loks komin heim rétt um kl. 11.
Tómas tók upp á því að syngja lag í bíltúrnum um Cincinnati sem fjallar um burluba (bað).
[audio:burluba.mp3]
Viðurkenningar
Í dag var „Awards Ceremony“ í skólanum hennar Önnu Laufeyjar, þar sem nemendur fá viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur á margvíslegum sviðum á liðnu skólaári. Anna Laufey var einn þessara nema en hún fékk viðurkenningu fyrir þátttöku í myndlistarsýningu fyrr í vetur, fyrir góða frammistöðu í „Jump for Heart“, sippuverkefninu í leikfimi og loks fyrir störf í nemendaráði.
Ég og Jenný erum sammála um að þetta sé stórglæsilegt, enda flestum ljóst að myndlist, leikfimi og félagstörf eru ekki okkar sterku hliðar.
Sex and the City
Við Elli áttum stefnumóta-kvöld á laugardaginn (börnin voru í pössun hjá Steina og Kristínu) og mér tókst að draga Ella með mér á Sex and the City. Ég átti nú inni að fara á stelpu mynd því síðast fórum við á Indiana Jones. Þessi bíó ferð var ólík öðrum að því leyti að allar konur í salnum voru í sínu fínasta pússi og með flottustu handtöskurnar sínar og boðið var uppá Cosmopolitan kokteil til að sötra með myndinni. Miðríkja-búar eru annars ekki vanir að klæða sig upp fyrir neitt, ég kem yfirleitt „over-dressed“ í partý en þarna lenti ég í að vera „under-dressed“. Ég skemmti mér konunglega á sýningunni, enda var myndin mjög í stíl við þættina. Það fer færri orðum af því hvernig Ella fannst :-). Þetta var líka fín upphitun fyrir New York ferð í næstu viku!
Háttatími
Krumpaður
Ég setti nokkrar myndir af Tómasi í maí möppuna á Flickr.