Lútherskur

Ég fór í MicroCenter í dag til að kaupa myndbandsupptökuvél. Þar hitti ég duglegan sölumann. Sá spurði hvaðan ég kæmi og ég kynnti mig frá Íslandi. Viðbrögðin hans voru endalaus skemmtileg, enda sagði hann. „Nú þá hlýtur þú að vera lútherskur.“ Ég játaði því og sagðist reyndar vera á leið í nám í Trinity Lutheran Seminary. Halda áfram að lesa: Lútherskur

Gef oss í dag vort daglegt brauð

1039

Á sóknarnefndarfundi í Grensáskirkju í gær, var ég formlega kvaddur og þökkuð góð störf í þágu Grensáskirkju s.l. 3 ár. Við það tilefni afhenti sóknarnefndin mér yndislega gjöf, listaverkið „Gef oss í dag vort daglegt brauð“, eftir Þorgerði Sigurðardóttur frá 1996. Verkið er þrykkiverk, svokallað blindþrykk, sem er unnið á þann hátt að rist er djúpt í tréplötur og þrykkti með þeim á votan pappír svo að áferðin verður upphleypt. Halda áfram að lesa: Gef oss í dag vort daglegt brauð

Dótakassinn

Þegar við förum til BNA, þurfum við að endurnýja nokkuð af rafmagnstækjum og fjárfesta í öðrum sem hefur skort hingað til. Þannig er Canon ZR200 myndbandsupptökuvél á óskalistanum, Olympus Stylus 800, Canon PowerShot G6 eða Olympus SP-350 eru stafrænar myndavélar sem koma vonandi í stað fjögurra ára gömlu Canon Ixus vélarinnar minnar. Varðandi stærri hluti, þá verður líklega Ford Focus ZXW fyrir valinu ef keypt verður ný bifreið, alla vega finnst mér það í þessari viku.

Markpósturinn

SPRON vann í keppninni um markpóstinn. En fyrsta auglýsingabréfið til Tómasar Inga kom í póstinum í dag. Reyndar er bréfið stílað á Halldór Elías en þar er vakinn athygli á mikilvægi þess að börnum sé kennt að umgangast verðmæti og gildi sparnaðar strax frá fæðingu.
Nú er ég kannski svona andlega þenkjandi, en ég held að fyrst þurfum við að kenna honum að sofa á nóttinni og vaka á daginn. Síðan kannski kennum við honum að borða fasta fæðu og ef til vill hjálpa honum að skríða, jafnvel ganga áður en við förum í mikilvægi þess að spara peninga. Það er kannski munurinn á mér og Spronverjum.

GSM síminn sagði upp

GSM síminn minn, Ericsson T65 sagði upp í gærkvöldi. Hann ískrar og vælir ef reynt er að nota hann. Þetta þýðir að ég þarf að fá mér nýjan síma áður en við flytjum til BNA, og því er draumur minn um iPod símann úti. Nema einhver lesandi eigi ónotaðan gamlan gemsa sem ég gæti fengið lánaðan í 3 mánuði.

Bílar í BNA

Ég er farin að velta fyrir mér hvers konar bíl við þurfum í BNA, það er ljóst að án bíls komumst við skammt. Núna er ég mest spenntur fyrir Dodge Caravan, Toyota Matrix og Ford Focus. Ford Freestyle eða Freestar og Chrysler Town&Country gætu líka verið málið en eru svolítið dýrari. Eins koma Huyndai jepplingarnir til greina.
Ódýru bílarnir Chrysler PT Cruiser og Chevrolet Aveo eru líklega of smáir.
Upplýsingar um bíla í BNA: New Cars and used cars are available at CarsDirect.com

Widget til að birta færslur

Ég hef oft velt fyrir mér hvernig auðveldast sé að útbúa færslur í bloggkerfi. Stundum þegar ég mig langar að skrifa eitthvað þá nenni ég einfaldlega ekki að opna „browser“, ná í síðuna, skrá nafn og lykilorð og opna síðan eitthvað sem heitir ný færsla.
RapidMetaBlog-widgetið leysir þetta vandamál. Nú er einfaldlega á Dashboardinu gluggi sem ég get skráð færslur í og sent. Þetta er fyrsta slíka færslan.

Breytingar

Það eru tvær síður á Moggavefnum þessa dagana sem vekja hjá mér sterkar tilfinningar. Annars vegar má sjá starfið mitt auglýst á atvinnuvefnum (fram til 8. september) og hins vegar birtist íbúðin okkar á sölu rétt í þessu. Svona er lífið!!!