Vorið komið til Ohio

IMG_0103.JPG IMG_0154.JPG

Vorið er komið hér í Ohio með tilheyrandi sveiflukenndu hitastigi, rigningaskúrum og breytingum á gróðri.  Það er kalt á morgnanna en hitnar svo yfir daginn og peysan (eða úlpan) sem þótti nauðsynleg um morguninn verður óþörf.  Umhverfið tekur mikilum stakkaskiptum þegar trén fara að blómstra.  Áður auðar greinar eru nú þaktar hvítum, bleikum og gulum blómum og á sumum eru rauð ber.  Á hverju ári hef ég ætlað að mynda dýrðina en ekki verið nógu fljót til enda stendur þetta ekki í nema 3 eða 4 vikur og þá eru öll tré orðin iðagræn.  En um helgina náði ég nokkrum myndum úr hverfinu. Fleiri myndir má finna hér.

IMG_0108.JPG IMG_0104.JPG

Meiri jól

Rétt eftir hádegi kom pósturinn með þónokkuð magn af pósti, en þegar við héldum í DisneyWorld báðum við pósthúsið um að geyma allan póst þar til við kæmum aftur. Í sendingunni mátti sjá bréf frá bandarískum skattayfirvöldum um að þeir hefðu ekki greitt okkur Stimulus ávísun sem þeir lofuðu okkur í apríl, fyrirspurn frá Bexley skattinum hvers vegna þær hefðu ekki upplýsingar um skattgreiðslur Jennýjar á síðasta ári, höfnun frá Chase vegna umsóknar minnar um Amazon.com greiðslukort (á þeim forsendum að ég hefði aldrei átt í neinum viðskiptum í BNA – sem er víst rétt). Síðan var í póstinum sérhönnuð kort af Disneygörðunum sem áttu að hjálpa okkur við að skipuleggja ferðina, en komu of seint. Stór póstur til Jennýjar frá OSU, sem inniheldur líklega Meistaragráðuskírteinið hennar, ýmis tímarit voru í póstinum, nokkur tilboð um kaup á tímaritum og Andrésblað.
Síðast en ekki síst var nokkuð magn af jólakortum og einn jólakassi með jólapökkum. Það er því ljóst að í kvöld þegar fjölskyldan safnast saman eftir daginn, þá verða haldin litlu jól með jólakortalestri og jólapakkaopnun.

Allar kvalir yfirstaðnar

Ég fékk eftirfarandi bréf í pósthólfið mitt í skólanum í gær:

Dear Jenny,

On behalf of the Graduate Studies and Qualifier II Examination Committees, I take pleasure in notifying you that you have passed the Qualifier II Examination. We congratulate you on your performance and wish you the best for the completion of you Ph.D. studies in the Statistics Department.

Með öðrum orðum, ég náði seinna „qualifier“ prófinu mínu.

Nú get ég loksins farið að snúa mér að því sem ég kom hingað til að gera :), að skrifa doktors ritgerð. Ég á enn eftir að taka nokkra kúrsa en flestir þeirra verða sjálfvaldir. Ég mun á næstu mánuðum velja mér leiðbeinanda og finna út hvað mig langar að skrifa um. Næsti stóri áfangi verður „Candidacy Exam“ sem verður bæði skriflegt og munnlegt próf, en það verður bara á því sviði sem ég mun skrifa ritgerðina um. Í lok náms mun ég svo verja ritgerðina. Þetta mun vonandi ekki taka meira en þrjú ár í viðbót.

Íslendingar alstaðar

Ég komst að því í dag að einn nemandi minn í tölfræði 135 hér í OSU er hálf íslenskur! Hann á íslenska mömmu, hefur farið oft til Íslands og á fullt af ættingjum í Garðabæ. Hann talar ekki íslensku en skilur hana svo ég spjallaði aðeins við hann á íslensku og hann svaraði á ensku. Svona er heimurinn lítill.

Kvöl II

Það hefur ekki heyrst frá mér lengi hér á hrafnar. Ég hef líka verið hálf utan við mig undanfarnar vikur. Þannig er að í fyrramálið og á laugardagsmorgun mun ég taka „qualifier“ próf númer tvö, sem ég hef kosið að þýða „kvöl II“. Það hefur verið erfitt að einbeita sér að próflestri í sumar og hef ég það eitt mér til varnar að hér hefur verið yfir 30 stiga hiti (Celsíus) og mikill raki í næstum allt sumar. (Í dag var sem betur fer ekki nema 20 stig.) En nú er ekkert vit í að læra meira, best að slappa bara af og fara snemma að sofa.

H&M í Columbus!

Já, það er satt – ég var að upppgötva þetta mér til mikillar gleði. Það er H&M búð í Tuttle Crossing mollinu sem er um 20 min akstur frá mér. Búðin, sem opnaði í október s.l., býður reyndar bara konuföt, ekki BIB og ekki barnaföt. En ég keypti mér tvær peysur – ósköp var nú heimilislegt að fara heim með H&M pokann.

Jenný skólastelpa

Hann Elli minn hefur verið duglegur að flytja fréttir af okkur, en það er nú líklega tími til kominn að ég segi aðeins frá nýja skólanum mínum. Í stuttu máli er ég ánægð, þó ég sé kannski ekki enn búin að venjast því að vera aftur komin á skólabekk með tilheyrandi lestri, heimadæmum og prófum. Ég er í tveimur kúrsum, 9 einingum, sem er lágmarkskrafa fyrir TA (Teaching Assistant), ég ákvað að það væri fullnægandi svona fyrstu önnina. Halda áfram að lesa: Jenný skólastelpa

Pakka, henda, pakka

Líf fjölskyldunnar þessa dagana snýst um lítið annað þessa dagana. Dótið okkar fer í skip næsta föstudag og jólaundirbúningur verður bara að bíða þangað til eftir þann dag. Í þessu ferli þurfum við að hafa í huga að það er dýrt að flytja dót milli heimsálfa og að geymslupláss á Íslandi er takmarkað. Halda áfram að lesa: Pakka, henda, pakka