Vorið er komið hér í Ohio með tilheyrandi sveiflukenndu hitastigi, rigningaskúrum og breytingum á gróðri. Það er kalt á morgnanna en hitnar svo yfir daginn og peysan (eða úlpan) sem þótti nauðsynleg um morguninn verður óþörf. Umhverfið tekur mikilum stakkaskiptum þegar trén fara að blómstra. Áður auðar greinar eru nú þaktar hvítum, bleikum og gulum blómum og á sumum eru rauð ber. Á hverju ári hef ég ætlað að mynda dýrðina en ekki verið nógu fljót til enda stendur þetta ekki í nema 3 eða 4 vikur og þá eru öll tré orðin iðagræn. En um helgina náði ég nokkrum myndum úr hverfinu. Fleiri myndir má finna hér.