Fannst Anna hafa hækkað áðan og ákvað að mæla. Hún er núna 166 cm.
Category: 04 Anna Laufey
Brotið hjarta
“Þegar Anna gerir grín að dótinu mínu brýtur hún hjartað mitt!“ Tómas 5 ára
Samræmt próf
Í dag kom í pósti frá skólanum hennar Önnu niðurstöður vegna samræmdra prófa sem hún tók í febrúar-mars í „Science“ (raunvísindum) annars vegar og „Social Studies“ (félagsfræði) hins vegar. Halda áfram að lesa: Samræmt próf
Leikhúsvinna og fiðlutímar
Undanfarnar færslur á hrafnar.net hafa að mestu verið tileinkaðar Tómasi enda svo sem mikið í gangi hjá drengnum. Það er svo sem ekki rólegt kringum Önnu heldur. Hún lauk nýverið við að skrifa skáldsögu ásamt Emmu vinkonu sinni sem þær hafa verið að vinna að í allt sumar.
Þá er Anna virk í leikhússtarfi Bexley skólanna, en þar verða settar upp tvær sýningar á haustmisseri, annars vegar Lísa í Undralandi og hins vegar verkið Davíð og Lísa. Anna er hluti af því sem er kallað „crew“ en þau sjá um allt baksviðs, búninga, sviðsmyndagerð, tæknimál og hvað annað sem tilfellur.
Anna er auk þess í strengjasveit skólans og byrjaði nú í haust í einkatímum á fiðlu hjá kennara sem flutti hingað á stúdentagarðanna í sumar.
Í tengslum við skólann þá hefur Anna tekið að sér að aðstoða við símavörslu og upplýsingar á skrifstofu skólans í matartímum og frímínútum nokkrar vikur í vetur, meðan starfsfólk skrifstofunnar er í mat.
Eins er Anna liðstjóri í umferðargæslu (e. Safety Patrol) á morgnana fyrir skóla næstum aðra hvora viku. Þannig er að fimmtubekkingar annast gangbrautarvörslu í upphafi og lok skóladags undir stjórn liðstjóra úr 6. bekk. Meðal verkefna liðstjórans er að halda fimmtubekkingunum við efnið, skrá niður bílnúmer og lit þeirra bifreiða sem fylgja ekki umferðarreglum (taka ólöglega beygjur, leggja við gulan kantstein eða of nálægt gatnamótum o.s.frv.) og koma listanum til umsjónarmanns gangbrautarvörslunnar. Anna sagði mér að fyrir nokkrum dögum hefði hún skráð niður þrjá bíla á einni vakt.
Stærð
Undanfarið hefur okkur virst hafa tognað verulega úr Önnu Laufeyju þannig að ég ákvað að mæla hversu há hún er. Hún reyndist vera 58 tommur eða rétt tæplega 147,5 cm.
Útskrift
Þegar ég útskriftaðist í vor ákvað Jenný að gefa mér iPhone farsíma í útskriftargjöf. En fyrir þá sem ekki þekkja til er iPhone millistig á milli fartölvu og farsíma, þar sem takmörkunin á notagildi felst í ímyndunaraflinu einu. Halda áfram að lesa: Útskrift
Frétt af Önnu
Anna Laufey hefur sett nýja færslu á vefsíðuna sína, hrafnar.net/anna.
Stöðvuð af lögreglunni
Það hlaut svo sem að koma að því að eitthvert okkar útlendinganna lenti í lögreglunni hér í Bexley. Jenný fór snemma í morgun í skólann til að læra og upp úr hádegi fór ég síðan í gönguferð með börnin, Tómas í kerrunni og Önnu Laufeyju á hjólinu. Halda áfram að lesa: Stöðvuð af lögreglunni
Út að leika
Meðan við áttum heima í Stóragerðinu á 4. hæð, verður að segjast eins og er að Anna Laufey fór ekki oft út að leika. Garðurinn við blokkina var fremur opin, á aðra hliðina var Háaleitisbrautin og hina Stóragerði. Þá var ekki mikið annað að fara nema með foreldrunum. Ég átti ekki von á miklum breytingum hér í BNA, enda hélt ég að 7 ára börn, færu einfaldlega ekki ein út hér í landi. Halda áfram að lesa: Út að leika
„You’re a champ!
Í byrjun síðustu viku kom heim með Önnu, heimaverkefni sem byggði á að þjálfa notkun á stuttu a-i (e. short a). Hugtak sem ég vissi ekki að væri til. Með verkefninu fylgdu upplýsingar um að í lok vikunnar yrði síðan stafsetningarpróf, þar sem notkun á stuttu a-i yrði prófuð. Halda áfram að lesa: „You’re a champ!
Dóttir mín, snillingurinn
Á miðvikudaginn var þegar Anna Laufey var á leið út úr dyrunum til að fara með okkur í skólann, kom upp það vandamál að hún vildi hafa númerið sem notast er við til að kaupa mat í mötuneytinu á miða. Halda áfram að lesa: Dóttir mín, snillingurinn
Anna og kæfubrauðið
Myndbandsvélin frá Microcenter er komin í notkun og fyrsta skotið er komið á netið, vegna athugasemda fjölskyldumeðlima sem ekki hafa uppgötvað hversu stórkostlegar og frábærar Apple-vörur eru. Þá hefur skránni verið breytt í mp4 format sem ætti að forða einhverjum frá að sækja QuickTime-spilarann frá Apple (VARÚÐ 4,5 MB).
https://ispeculate.wpmudev.host/hrafnar/video/anna_kaefubraud.mp4
Vinamót Víkings
808
Anna Laufey tók þátt í Vinamóti Víkings í handbolta nú um helgina. Anna stóð sig eins og hetja en mótið var fyrir stelpur í 7. flokki, fæddar 1996-1997.
Önnu Laufeyju og Aþenu vinkonu hennar var hins vegar boðið að koma og spila með þar sem það vantaði stelpur í lið. Í lok dags fengu síðan allir medalíu fyrir góða frammistöðu.
Su doku
Ég keypti Su Doku bók fyrir Jennýju í dag enda virkar Su Doku forritið ekki lengur. Það var hins vegar Anna Laufey sem tók að sér að vígja gripinn, en hún leysti með sóma fyrstu Su Doku þrautina í bókinni á fremur skömmum tíma miðað við 6 ára barn.