“Þegar Anna gerir grín að dótinu mínu brýtur hún hjartað mitt!“ Tómas 5 ára
Category: 05 Tómas Ingi
Fjör í fótbolta
Tómas og félagar í Grænu drekunum spiluðu að þessu sinni við ljósbláa liðið sem einhver sagði að kölluðu sig hvirfilbylina (ég er þó ekki alveg viss á því). Tómas spilaði að þessu sinni á B-vellinum og stóð sig með mikilli prýði.
Völlurinn var reyndar illa eða lítið sleginn og mjög mjúkur eftir rigningarnar, þannig að boltinn rúllaði fremur lítið, en baráttan var þeim mun meiri. Tómas skoraði fyrsta mark leiksins eftir frábæran undirbúning frá Bekku, sem sendi boltann inn fyrir vörn ljósbláa liðsins, þangað sem Tómas stóð einn og óvaldaður og átti ekki í miklum vandræðum með að koma boltanum í netið.
Eftir þetta einkenndist leikurinn af miklu miðjumoði, en Grænu drekarnir náðu þó að skora þrjú mörk til viðbótar (þar af Tómas eitt) áður en ljósbláu hvirfilbylirnir náðu að skora sitt fyrsta og eina mark. Leikurinn endaði því 4-1 fyrir Grænu drekunum og Tómas greinilega orðinn fullfrískur.
Grænu drekarnir og rigning og hugsanleg veikindi
Tómas byrjaði að spila með Grænu drekunum fyrir réttum þremur vikum. Þeim gekk ágætlega og grúppan hans Tómasar náði jafntefli (eða vann). Síðan þá hefur ekki verið hægt að spila á grasvöllum CESA vegna mikilla rigninga, en vellirnir hafa verið algjörlega á floti og leikjunum síðasta laugardag og laugardeginum fyrir tveimur vikum var frestað. Halda áfram að lesa: Grænu drekarnir og rigning og hugsanleg veikindi
Íþróttafréttir af Grænu drekunum
Í dag fór Jenný með í fyrsta skipti að horfa á Grænu drekana spila. Leikurinn hjá Tómasarhóp byrjaði ekki vel, og áður en 5 mínútur voru liðnar var staðan orðin 0-4 fyrir bláa liðið. Þá allt í einu hruku Drekarnir í gang og röðuðu inn mörkum, sérstaklega var fyrsta markið hans Tómasar skemmtilegt, en hann leit á mömmu sína áður en hann skoraði til að vera viss um að hún væri að fylgjast með. Þrátt fyrir mikla markaskorun, en leikurinn endaði 9-5 fyrir drekunum, fór það ekki framhjá áhorfendum að síðasta snerting Tómasar fyrir framan markið minnti ítrekað á Braga Brynjarsson, en mörkin hefðu orðið miklu mun fleiri ef svo hefði ekki verið.
Nú er aðeins einn leikur eftir, kl. 9:00 á næsta laugardag, en þá munur Grænu Drekarnir mæta gula liðinu, en skv. óopinberum upplýsingum mínum er það óopinber úrslitaleikur mótsins. Síðan verður gert mótshlé fram á vor.
Tómas 5 ára
Við héldum upp á 5 ára afmæli Tómasar í gær. Bestu vinir hans af leikskólanum mættu í veisluna ásamt fjölskyldum sínum en vinirnir höfðu ekki hist allir saman síðan í maí. Það mikil stemmning.
Harkan eykst
Það gekk ekki alveg jafn vel í leik tvö hjá Grænu drekunum.
Tómas leikur sér
[google -3983996611374473189]
Minnugur Tómas Ingi
Í gær fékk ég tvær staðfestingar á því að það er ekkert að minninu hjá Tómasi Inga.
Þegar Dabba heimsótti háskóla-campusinn í Janúar þá festi hún kaup á gráum jogging buxum merktum OHIO STATE og var í þeim heima við. Ég öfundaði hana mikið af þessum þægilegu buxum og í gær sló ég til og keypti alveg eins. Ég skellti mér í þær strax og ég kom heim og um leið bendi Tómas Ingi á þær og sagði: „Ohio State Dabba“. Halda áfram að lesa: Minnugur Tómas Ingi
Skriðtækni
1738
Það tók Tómas Inga ekki langan tíma að ná fullum tökum á fjögurra fóta skriði, þegar hann loks ákvað að fara á hnén, en draga sig ekki áfram á annarri hönd. Nú er hann sem sé kominn á fullt skrið og fátt sem stoppar drenginn.
Tómas skríður
Tómas hefur verið hreyfanlegur í nokkrar vikur núna og skriðtæknin hans hefur tekið miklum framförum. Áðan náði ég þessu skemmtilega myndskeiði af honum. Við þjöppun varð reyndar nokkur bjögun vegna baklýsingarinnar, en við tökum viljan fyrir verkið.
Tómas borðar
1413
Ég tók nokkrar myndar af Tómasi Inga að borða nú í vikunni. Hann var ekki lengi að komast upp á lagið með að borða graut og ekki duga minna en tvær skeiðar til að koma matnum á sinn stað.
Reyndar hefur Jenný gert athugasemdir við að þegar hún komi heim sé hægt að skafa mat úr eyrunum á Tómasi.
Hægt er að skoða allar myndirnar hér, ásamt nokkrum myndum af skriðtilraunum.
Gott að borða
1311
Undanfarið höfum við haft smá áhyggjur af því hvort Tómas Ingi fái nóg að borða. Þannig klárar hann allt sem sett er í pelann hans og stundum virðist hann vilja meira en mamma hans getur boðið. Af þeim sökum ákváðum við að bjóða honum barnagraut í kvöld, nú þegar hann er rétt tæpra 5 mánaða. Halda áfram að lesa: Gott að borða
Tómas Ingi rúllar
Tómas Ingi getur nú velt sér (rúllað) af maganum á bakið. Þegar móðir hans leggur hann á magann til að þjálfa bakvöðvana líður yfirleitt ekki á löngu þar til guttinn er kominn á bakið. Halda áfram að lesa: Tómas Ingi rúllar
Erla Guðrún í sjónvarpinu mínu
Fyrir nokkrum mínútum kom fjölkerfa DVD-spilarinn með NTSC PAL breytinum í hús hér í Bexley, en í ljós kom fljótlega eftir að dótið okkar kom að Toshiba spilarinn sem ég vann í Bingó-i í Vatnaskógi var ekki með slíkum breyti. Halda áfram að lesa: Erla Guðrún í sjónvarpinu mínu
Myndir frá Jennýju ömmu
Jenný amma sendi okkur í kvöld nokkrar myndir úr skírn Tómasar Inga. Hægt er að sjá myndirnar hér.