Norwalk, CT – South Brunswick, NJ
Við vorum ekkert að flýta okkur af hótelinu í morgun, enda þreytt eftir alla keyrsluna í gær. Elli kláraði að þvo og við nutum þess að borða góðan morgunmat í notalegum sal. Við rétt náðum að komast út fyrir tilskildan brottfarartíma, 12 á hádegi. Það var hellirigning en þó rúmlega 20 gráður. Halda áfram að lesa: New York borg í rigningu (10. dagur)