Kengúruplakat

1841

Nú er kengúruverkefninu lokið hjá Önnu Laufeyju. Meðal þess sem kom í ljós er að kengúruungar heita Joey og eru 2 cm við fæðingu. Einnig vakti það athygli Önnu að kengúrur geta ekki gengið aftur á bak.
Fleira mætti nefna merkilegt, en meðfylgjandi er mynd af plakatinu.

Próf í gangi

Þá er fyrsta og erfiðasta prófið á þessari önn búið. Ég var sem sagt í prófi í fræðilegri tölfræði í morgun. Prófið innihélt slatta af ákvörðunarfræðum og smá Bayes, en aðallega öflugustu tilgátu próf og öryggisbil. Mér gekk bara nokkuð vel, sem er léttir þar sem ég hef ekki fengið háar einkunnir fyrir skyndipróf og heimadæmi í vetur. Halda áfram að lesa: Próf í gangi

Kengúrurannsóknir

1822

Ég, Anna og Tómas fórum á laugardaginn á stað til kengúrurannsókna í tengslum við lokaverkefni Önnu Laufeyjar í Mrs. Claydon’s class. Á leiðinni var stoppað í Tuttle Crossing Mall og borðað á TGI Friday’s. Ég tók nokkrar myndir af Tómasi þar sem hann var að hlusta á brandara hjá Önnu.

Hægt er að skoða myndirnar úr ferðinni með því að smella á myndina sem fylgir færslunni.

Lokaverkefni

Í næstu viku er síðasta vikan í skólunum hjá Jennýju og Önnu Laufeyju. Jenný er í prófum á mánudag kl. 7:30 og miðvikudag seinnipartinn. Síðan á hún að skila lokaverkefni í umhverfistölfræði á þriðjudaginn. En hún er ekki ein um að eiga að skila lokaverkefni í umhverfisfræðum á þriðjudaginn. Halda áfram að lesa: Lokaverkefni

The Tooth Fairy

Þegar ég hugðist svæfa Önnu Laufeyju í gær,sýndi hún mér undir koddann sinn, þar var ekkert. Hún leit á mig og sagði að þetta hefði verið svona í tvo daga, lyfti upp lítilli tönn og sagði mér að ef ekkert gerðist í nótt myndi hún hætta að trúa á The Tooth Fairy hér í BNA. Ég svo sem skyldi hana vel, trú er ekki mikils virði ef hún stenst ekki væntingar. Ég ræddi við hana um hvort ég ætti að reyna að tilkynna heimilisfangaskipti til Tooth Fairy skrifstofunnar en hún gaf ekki mikið út á það, en ítrekaði að ef ekki yrði peningur í stað tannar á morgun ætlaði hún að hætta að trúa á hin margumrædda Tooth Fairy.

Ég vaknaði síðan í morgun við orðin one dollar, I have one dollar.

Sagan er einnig birt á Annál Ella.

Brids kvöld

Mér og Önnu Laufeyju var boðið í mat og brids í gærkvöldi hjá Shannon og fjölskyldu hennar.  Shannon er þriðja árs tölfræði nemi (fyrrum stærðfræðinemi) og kennir sama kúrs og ég.  Á mánudagskvöldið var, hittist allur kennarahópurinn til að fara yfir nokkur hundruð miðannarpróf.  Á slíkum yfirferðar-kvöldum splæsir deildin á okkur pizzum og mikið er spjallað.   Halda áfram að lesa: Brids kvöld

Góðmennið ég

Ég skrapp áðan út í Kroger, eins og ég geri stundum á kvöldin. Þegar ég var búin að fylla körfuna með vatni á flöskum og barnamat í krukkum fór ég eins og lög gera ráð fyrir að kassanum í búðinni. Það voru bara tveir kassar opnir og fremur löng röð við þá báða svo ég byrjaði að bíða. Halda áfram að lesa: Góðmennið ég

Gullna liðið vann

Í fyrsta skipti á þessu vori tókst Gullna liðinu í Bexley Old Boys/girls að sigra knattspyrnuleik. Það var þó ekki sársaukalaust fyrir mig, en ég lenti í því að togna illa á vinstra læri þegar ég var að skokka á eftir boltanum og fylgja því eftir að hann færi út af.
Ég ligg því núna í sófanum og bíð eftir að Jenný reddi matnum.