Walkpooling

Það var minn dagur að sækja krakkana átta í Trinity Lutheran Apartments. Ég og Tómas mættum rétt eftir þrjú fyrir utan skólann tilbúnir að fylgja hópnum heim.
Ég sá reyndar að tvær stelpur úr hópnum voru á Safety Patrol við gatnamótin við skólann og sá fram á að þurfa að bíða í 15-20 mínútur aukalega eftir þeim, það var svo sem í lagi. Halda áfram að lesa: Walkpooling

H&M í Columbus!

Já, það er satt – ég var að upppgötva þetta mér til mikillar gleði. Það er H&M búð í Tuttle Crossing mollinu sem er um 20 min akstur frá mér. Búðin, sem opnaði í október s.l., býður reyndar bara konuföt, ekki BIB og ekki barnaföt. En ég keypti mér tvær peysur – ósköp var nú heimilislegt að fara heim með H&M pokann.

Knattspyrna og fiskur

Í gær tók ég þátt í knattspyrnumóti Bexleybæjar fyrir keppendur yfir þrítugu, en á sunnudögum í vor verða spilaðar 16 leikir í mótinu, sem er ágætt þar sem liðin eru aðeins 4. Ég fékk inni í gullna liðinu, en eins og í öllum alvörumótum er skipt í græna, bláa, hvíta og gullna liðið. Við töpuðum fyrsta leik. Halda áfram að lesa: Knattspyrna og fiskur

Uppeldi

1603

Eins og fram hefur komið eiga Tómas og Anna frænku sem hefur verið dugleg að kenna, sér í lagi, Önnu að skemma og brjóta. Þar sem vonda frænkan er hvergi nærri, hef ég þurft að annast þessa þjálfun hjá Tómasi. Hægt er að sjá þjálfunarmyndband með því að smella á „ikonið“ með þessari færslu.

Samferða

Rétt í þessu var Anna Laufey að fara með hinum krökkunum hér í Trinity Lutheran Apartments og Dr. Karanja í skólann. En frá og með deginum í dag tökum við þátt í Carpooling með hinum foreldrunum hér á campus. Reyndar er aðeins keyrt í skólann, en stefnan er að ganga úr skólanum með hópinn. Vegna þess að við erum ekki á mini-van höfum við það hlutverk að sækja börnin tvisvar í viku, en minivan-fólkið sér um að koma börnunum í skólann.

Spring break – víhí!

1533

Já, við mæðgurnar höfum verið í vor-fríi undanfarna viku og það var kærkomið en alltof fljótt að líða. Við höfum að mestu tekið lífinu með ró, reynt að hvíla okkur eftir nokkuð strembna byrjun á Ameríkudvöl. Ég hef notið þess að vera með fjölskyldunni og ekkert hugsað um skólann. Elli notaði tækifærið og tók sér smá frí frá húsföðurhlutverkinu, fór m.a. í bíó og á bílasýningu (! ætli hann hafi þurft smá „macho“ mótvægi við hlutverkið sem hann gegnir þessa dagana?). Halda áfram að lesa: Spring break – víhí!

Cassingham í Columbus Dispatch

Í dag var fréttamynd og texti um Cassingham Elementary á forsíðu Metro&State fylgiblaðsins með Columbus Dispatch, en blaðið er það útbreiddasta hér í mið-Ohio. Á myndinni mátti sjá 4 stelpur í sjötta bekk halda gærdaginn hátíðlegan, en þá var PÍ-dagurinn hér í BNA.