Hraðsófasalan

Sófinn kom í morgun frá Hraðsófasölunni, en reyndar ekki allur. Enn vantar miðstykkið í hornsófann okkar, en það er væntanlegt á næstu tveimur dögum, vonandi. Það tók því 31 dag að afgreiða sófann í stað lofaðs 21 dags. Þegar við svo prófuðum sófann eftir að flutningamennirnir voru farnir, virkaði ekki annað tveggja hægindasætanna. Halda áfram að lesa: Hraðsófasalan

Myndskeið

1484

Nú hefur mér loksins tekist að gera myndakerfið þannig úr garði að það haldi utan um myndskeið. Næstu verkefni felast í því að hafa smámynd með hverju myndskeiði og finna út á hvaða formi er hentugast að hafa þau á vefnum. Fyrst í stað eru þau því flest á WindowsMediaVideo. Ef myndskeiðin virka ekki í mac, þarf að sækja Flip4Mac hér.
Þangað til þessi vandamál eru leyst birtist meðfylgjandi tákn í stað smámyndar. Ef smellt er á táknið spilast meðfylgjandi myndskeið.

Tómas borðar

1413

Ég tók nokkrar myndar af Tómasi Inga að borða nú í vikunni. Hann var ekki lengi að komast upp á lagið með að borða graut og ekki duga minna en tvær skeiðar til að koma matnum á sinn stað.
Reyndar hefur Jenný gert athugasemdir við að þegar hún komi heim sé hægt að skafa mat úr eyrunum á Tómasi.
Hægt er að skoða allar myndirnar hér, ásamt nokkrum myndum af skriðtilraunum.

Leikþáttur um hringrás vatns

1360

Fyrstu bekkirnir í Cassingham settu á föstudaginn upp leikþátt um hringrás vatns í leikhúsi skólans (leitað er að styrktaraðila, sem fær að setja nafnið sitt á leikhúsið). Ég tók nokkrar myndir, en Anna Laufey lék sólina í verkinu. Í dag, mánudag, var síðan frí í skólanum, enda Forsetadagur. Ég, Tómas Ingi og Anna Laufey ákváðum því að skreppa í dýragarðinn og notfæra okkur félagsaðild okkar. Það var fátt í garðinum þrátt fyrir frídaginn, enda lítið af dýrum úti við.

Myndir af leikriti og dýragarðsheimsókn.

Ný myndavél væntanleg

1175

Ég pantaði um helgina nýja stafræna myndavél, Panasonic Lumix DMC-FZ30K, hjá amazon.com. Í tilefni af því fór ég með Canon Ixus vélina mína í gönguferð um Bexley í dag og tók nokkrar myndir í bæjarfélaginu. Það er svolítið kómískt að horfa á bæinn í gegnum myndavélina, hann lítur út eins og klipptur út úr bíó. Ég veit samt ekki hvort það skili sér endilega í myndunum. Hins vegar er lítið hægt að sjá snjóstorminn sem Jenný sagði frá í gær. Hann er ekki jafn öflugur og snjóstormur á Íslandi. Hægt er að skoða myndirnar með því að smella á myndina með færslunni.

E.s. meðan ég skrifaði þessa færslu komu félagar mínir frá Perú með nýja dýnu í flotta Simmons rúmið okkar. Núna ætti Jenný að vera glöð.