Sófinn kom í morgun frá Hraðsófasölunni, en reyndar ekki allur. Enn vantar miðstykkið í hornsófann okkar, en það er væntanlegt á næstu tveimur dögum, vonandi. Það tók því 31 dag að afgreiða sófann í stað lofaðs 21 dags. Þegar við svo prófuðum sófann eftir að flutningamennirnir voru farnir, virkaði ekki annað tveggja hægindasætanna. Halda áfram að lesa: Hraðsófasalan
Myndskeið
1484
Nú hefur mér loksins tekist að gera myndakerfið þannig úr garði að það haldi utan um myndskeið. Næstu verkefni felast í því að hafa smámynd með hverju myndskeiði og finna út á hvaða formi er hentugast að hafa þau á vefnum. Fyrst í stað eru þau því flest á WindowsMediaVideo. Ef myndskeiðin virka ekki í mac, þarf að sækja Flip4Mac hér.
Þangað til þessi vandamál eru leyst birtist meðfylgjandi tákn í stað smámyndar. Ef smellt er á táknið spilast meðfylgjandi myndskeið.
Tómas borðar
1413
Ég tók nokkrar myndar af Tómasi Inga að borða nú í vikunni. Hann var ekki lengi að komast upp á lagið með að borða graut og ekki duga minna en tvær skeiðar til að koma matnum á sinn stað.
Reyndar hefur Jenný gert athugasemdir við að þegar hún komi heim sé hægt að skafa mat úr eyrunum á Tómasi.
Hægt er að skoða allar myndirnar hér, ásamt nokkrum myndum af skriðtilraunum.
Leikþáttur um hringrás vatns
1360
Fyrstu bekkirnir í Cassingham settu á föstudaginn upp leikþátt um hringrás vatns í leikhúsi skólans (leitað er að styrktaraðila, sem fær að setja nafnið sitt á leikhúsið). Ég tók nokkrar myndir, en Anna Laufey lék sólina í verkinu. Í dag, mánudag, var síðan frí í skólanum, enda Forsetadagur. Ég, Tómas Ingi og Anna Laufey ákváðum því að skreppa í dýragarðinn og notfæra okkur félagsaðild okkar. Það var fátt í garðinum þrátt fyrir frídaginn, enda lítið af dýrum úti við.
Rólegur laugardagur og ælupest
Elli skellti sér á kynningu fyrir hugsanlega framtíðar nemendur Trinity Lutheran Seminary í dag. Það er nokkuð algengt að skólar hér í USA bjóði umsækjendum í slíka kynningu til að auka líkur á að þeir taki boði um skólavist. Halda áfram að lesa: Rólegur laugardagur og ælupest
Pirr
Sofa Express stendur ekki alveg undir nafni. Þrátt fyrir að lofa afhendingartíma upp á 21 dag í búðinni, þá er sófinn ekki kominn þrátt fyrir að liðnir séu 23 dagar síðan hann var pantaður. Halda áfram að lesa: Pirr
Gott að borða
1311
Undanfarið höfum við haft smá áhyggjur af því hvort Tómas Ingi fái nóg að borða. Þannig klárar hann allt sem sett er í pelann hans og stundum virðist hann vilja meira en mamma hans getur boðið. Af þeim sökum ákváðum við að bjóða honum barnagraut í kvöld, nú þegar hann er rétt tæpra 5 mánaða. Halda áfram að lesa: Gott að borða
Það sem allir biðu eftir
Eftir aðeins 48 daga hér í BNA gerðist það sem við höfum beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Reyndar átti ég von á að það myndi ekki gerast svo snemma, en svona er að eiga bráðgert barn. Halda áfram að lesa: Það sem allir biðu eftir
Dótakassafærslan
Í nóvember skrifaði ég dótakassafærslu um hvað við myndum kaupa þegar við kæmum okkur fyrir í BNA. Þar nefndi ég ákveðna myndbandsupptökuvél, nokkrar mögulegar stafrænar myndavélar og bíl. Halda áfram að lesa: Dótakassafærslan
Í bíó
Ég skrapp í bíó í kvöld. Þannig er að eitt virtasta kvikmyndahúsið á Columbussvæðinu er í götunni, Drexel Theatre, en þar eru sýndar myndir sem eru ekki líklegar til almennra vinsælda mikilvægustu bíófaranna. Halda áfram að lesa: Í bíó
Fleiri myndir
Ég var að bæta við fjölmörgum myndum í BNA möppuna okkar. Anna fór niður í kjallara að sippa niður eftir að við höfðum bannað henni að sippa í stofunni.
Nýja myndavélin
1215
Fyrstu myndirnar á nýju Panasonic myndavélina voru teknar í dag. En vélin kom með UPS í morgun. Hér er um gífurlega öfluga myndavél að ræða og vonandi að það skili fleiri myndum inn á heimasíðuna okkar.
Ný myndavél væntanleg
1175
Ég pantaði um helgina nýja stafræna myndavél, Panasonic Lumix DMC-FZ30K, hjá amazon.com. Í tilefni af því fór ég með Canon Ixus vélina mína í gönguferð um Bexley í dag og tók nokkrar myndir í bæjarfélaginu. Það er svolítið kómískt að horfa á bæinn í gegnum myndavélina, hann lítur út eins og klipptur út úr bíó. Ég veit samt ekki hvort það skili sér endilega í myndunum. Hins vegar er lítið hægt að sjá snjóstorminn sem Jenný sagði frá í gær. Hann er ekki jafn öflugur og snjóstormur á Íslandi. Hægt er að skoða myndirnar með því að smella á myndina með færslunni.
E.s. meðan ég skrifaði þessa færslu komu félagar mínir frá Perú með nýja dýnu í flotta Simmons rúmið okkar. Núna ætti Jenný að vera glöð.
Disney-skautar og snjór
Í gær kom veturinn loksins hingað til Columbus, með frosti og smá snjó. Í sjónvarpinu var talað um „Snow Storm“ en mér þótti nú ekki nógu mikill vindur til að réttlæta þá lýsingu. Halda áfram að lesa: Disney-skautar og snjór
Nýjar myndir og myndskeið
1158
Ég hef sett inn nokkrar nýjar myndir, m.a. af verkefninu hennar Önnu Laufeyjar í skólanum. Ég hef verið í vandræðum með að setja inn myndskeið á vefinn. Mér sýnist á öllu að ég þurfi að setja þau upp næstum handvirkt, en þannig er það víst bara. Hérna eru nokkur vel valinn skot: