Su doku

Ég keypti Su Doku bók fyrir Jennýju í dag enda virkar Su Doku forritið ekki lengur. Það var hins vegar Anna Laufey sem tók að sér að vígja gripinn, en hún leysti með sóma fyrstu Su Doku þrautina í bókinni á fremur skömmum tíma miðað við 6 ára barn.

Tómas Ingi

Eftir miklar vangaveltur og umræður fram og til baka er niðurstaðan komin. Drengurinn heitir Tómas Ingi. Nafnið er fengið með því að leita til afa í föðurætt (Guðmundur TÓMAS) og langafa í móðurætt (Ingólfur – INGI). Þessi leið var líka farin þegar valið var nafn á Önnu Laufeyju, þá reyndar til ömmu í móðurætt (ANNA Þorbjörg) og langömmu í föðurætt (LAUFEY).

Gula og staup

57

Fyrstu dagana hans litla kúts var hann helst til gulur. Af þeim sökum var ákveðið að gefa honum ábót með brjóstagjöf á þriggja tíma fresti í tæpa tvo sólarhringa. Fyrst í stað var notast við sprautu, en fljótlega kom í ljós að honum líkaði mun betur við að nota Bolungarvíkurstaupin okkar.

Heimsókn

355

Litli kútur fór í sína fyrstu heimsókn í dag, þegar hann heimsótti afa og ömmu í Eyktarhæð. Ástæða heimsóknarinnar var m.a. sú að Rúna langamma og Jónatan langafi voru í heimsókn í Eyktarhæðinni. Það þótti því ástæða til að leyfa þeim að sjá kútinn. Litli kútur undi sér vel í fanginu á afa, ömmu og langömmu og lét lítið á sér bera.

Stúfur, litli kútur, snúður…

Það er illt að hafa ekki nafn. Þá er maður kallaður ýmsum bjánalegum nöfnum. Anna Laufey er orðin þreytt á nafnleysi litla bróður og lagði til í gær að við myndum bara kjósa um þetta. Hún ætlaði líka að gera kórónu handa prinsinum og það verður að vera nafn á henni svo þetta ástand er náttúrlega óþolandi.

Mjólk er góð

Lífið hjá okkur litla kút hefur hingað til bara snúist um mjólk, ég fer bráðum að segja „muu“. Mjólkin hefur verið mjög sein í gang og ekki komið nóg ennþá þó allt stefni í rétta átt. Þessi seinagangur orsakast líklegast af því að ég hef engan skjaldkirtil en það á þó ekki að koma í veg fyrir að ég mjólki nóg, bara að allt gerist frekar hægt. Litli kútur var orðinn heldur gulur á fimmtudaginn svo það hefur þurft að grípa til mjólkurblöndu og greyið miskunnarlaust vakinn á þriggja tíma fresti til að fá brjóst og ábót á eftir. Þessi rútína hefur reynt svolítið á foreldrana líka :-). Nú er guli liturinn orðinn mun minni og við getum slakað á með mjólkurblönduna og vonandi örvast þá brjóstin betur. Fyrir utan þessi gulu mál er drengurinn hraustur og sæll og var útskrifaður úr fimm daga skoðun á föstudag með stæl.

GSM síminn sagði upp

GSM síminn minn, Ericsson T65 sagði upp í gærkvöldi. Hann ískrar og vælir ef reynt er að nota hann. Þetta þýðir að ég þarf að fá mér nýjan síma áður en við flytjum til BNA, og því er draumur minn um iPod símann úti. Nema einhver lesandi eigi ónotaðan gamlan gemsa sem ég gæti fengið lánaðan í 3 mánuði.

Bílar í BNA

Ég er farin að velta fyrir mér hvers konar bíl við þurfum í BNA, það er ljóst að án bíls komumst við skammt. Núna er ég mest spenntur fyrir Dodge Caravan, Toyota Matrix og Ford Focus. Ford Freestyle eða Freestar og Chrysler Town&Country gætu líka verið málið en eru svolítið dýrari. Eins koma Huyndai jepplingarnir til greina.
Ódýru bílarnir Chrysler PT Cruiser og Chevrolet Aveo eru líklega of smáir.
Upplýsingar um bíla í BNA: New Cars and used cars are available at CarsDirect.com