Nú höfum við bætt við fáeinum myndum í möppu þessarar viku..
Fæddur sonur
Í gær mánudaginn 19. september kl. 12:53 fæddist sonur á Landspítalanum. Hann mældist eftir fæðingu 3785 gr. eða rétt rúmar 15 merkur og 52 sm langur. Móður og barni heilsast vel, systur og pabba líka. Hægt er að skoða myndir af drengnum á hér á vefnum.
Myndir úr Hvassó
Á heimasíðu Hvassaleitisskóla hafa verið settar nokkrar myndir úr 1-G, sem er bekkurinn hennar Önnu Laufeyjar.
Web-Sudoku
Jenný er orðin sudoku-óð og eyðir öllum sínum tíma á www.websudoku.com.
Widget til að birta færslur
Ég hef oft velt fyrir mér hvernig auðveldast sé að útbúa færslur í bloggkerfi. Stundum þegar ég mig langar að skrifa eitthvað þá nenni ég einfaldlega ekki að opna „browser“, ná í síðuna, skrá nafn og lykilorð og opna síðan eitthvað sem heitir ný færsla.
RapidMetaBlog-widgetið leysir þetta vandamál. Nú er einfaldlega á Dashboardinu gluggi sem ég get skráð færslur í og sent. Þetta er fyrsta slíka færslan.
Myndasafnið orðið virkt
Myndasafnið okkar er orðið virkt hérna á netinu og með tengingarmöguleikum við bloggið. Nú er að sjá hvernig það gengur að nýta sér það.
Breytingar
Það eru tvær síður á Moggavefnum þessa dagana sem vekja hjá mér sterkar tilfinningar. Annars vegar má sjá starfið mitt auglýst á atvinnuvefnum (fram til 8. september) og hins vegar birtist íbúðin okkar á sölu rétt í þessu. Svona er lífið!!!
Vefsíða Ella og Jennýjar
Hér verða skráðar upplýsingar um líf Ella, Jennýjar, Önnu Laufeyjar og litla kúts.
Infant center í Columbus
Við fengum í júní svohljóðandi bréf frá TLS, en þau eru öll af vilja gerð til að hjálpa okkur við að komast fyrir í BNA. Halda áfram að lesa: Infant center í Columbus