Doug Hill prestur í Abiding Hope Lutheran Church í Littleton segir ferðasöguna frá Haiti á fræðslustund í kirkjunni sunnudaginn 24. janúar. Mín útgáfa af sögunni á ensku birtist hér einhvern næstu daga. Halda áfram að lesa: Saga frá Haiti
Gleðileg jól
Fjölskyldan í Bexleybæ óskar lesendum hrafnar.net nær og fjær
gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Jólaleikrit
Jóla-óskalisti
Fyrir nokkrum dögum ræddi ég við Önnu um hvað hana langaði í jólagjöf þetta árið. Hún að sjálfsögðu hafði ýmsar hugmyndir, sem hafa endurtekið sig síðustu ár líkt og sjónvarp í herbergið sitt, iPod (enda ekki til nema fimm á heimilinu), nýja fartölvu (enda ekki nema þrjár á heimilinu) og sitthvað fleira, aðallega þó Nintendo DS tölvuleiki.
Ég hafði gaman af spjallinu, en það náði síðan nýjum hæðum í fyrradag þegar Anna sýndi mér og mömmu sinni PowerPoint-kynningu með myndum af því sem hana langaði að fá í jólagjöf.
Stelpan tók sig sem sagt til og útbjó PowerPoint kynningu og notaði vefinn til að sækja myndir af því sem hana langaði í. Að sjálfsögðu uppfyllti kynningin grunnskilyrði markaðsmanna, eins og að sleppa öllu „animation“ veseni og hafa ekki meira en þrjú atriði á hverri glæru.
Annars er allt á rólegu nótunum hjá okkur þessa dagana, við erum búin að vera í Þakkargjörðarfríi síðan á miðvikudagseftirmiðdag, íbúðin er þrifin og fín og í gær fór ég í búðarölt á hinum alræmda „Black Friday“ en þá opna flestar verslanir eldsnemma (5 eða 6) og eru með dúndurtilboð á öllum hlutum. Ég reyndar kom mér ekki á stað fyrr en um kl 9, en náði að kaupa því sem næst allt sem ég hugðist kaupa, m.a. jólagjafir fyrir Jennýju og börnin (og eins allt sem þarf síðustu 13 daga fyrir jól).
Tómas á Buckeyes game
Anna í fréttunum
Anna var í local fréttum hér í Columbus að borða köku í dag.
Breytingar á plani
Nú er orðið ljóst að ég næ ekki að klára ritgerðarskrif í STM-náminu á þessu misseri. Af þeim sökum ræddi ég við umsjónarkennarann minn, alþjóðafulltrúann og skráningarstjóra skólans míns í dag til að tilkynna þeim að ég gerði ráð fyrir að vera nemi á vormisseri. Ég var búin að hafa samband við LÍN og hef rétt á lánum fyrir einingar sem ég tek í vor. Þetta þýðir í sjálfu sér ekki annað en að í stað þess að ég reyni að finna vinnu hér úti frá mars 2010 (og með atvinnuleyfi til mars 2011), þá verð ég skráður í skólann fram í maí 2010, og fæ síðan atvinnuleyfi frá júní/júlí 2010 til júní/júlí 2011.
Ég mun taka tvo kúrsa á vormisserinu og verð þannig í tæplega 50% námi. Annar kúrsinn er þriggja vikna kúrs í janúar um safnaðarstarf og þjónustu. Fyrsta vika námskeiðsins verður í Littleton Colorado, önnur vikan á Haiti í Karabíska hafinu og síðan verður lokavikan aftur í Colorado. Hitt námskeiðið er hefðbundnara, kennt í Biblíudeildinni við Trinity, með einum fyrirlestri í viku frá febrúar fram í maí, og fjallar um trúarlíf við Miðjarðarhafið á fyrstu og annarri öld eftir Krist, í ljósi skrifa Páls postula.
Bæði þessi námskeið hafa snertifleti við ritgerðina mína og ég vona að þau gefi skrifum mínum aukna dýpt. Vissulega var þetta ekki upphaflega planið, en sumarið nýttist ekki eins og ég ætlaði. Ég þurfti að taka einu námskeiði meira á haustmisseri en ég planaði vegna reglugerðar um erlenda stúdenta og þá hefur aðstoðarkennarahlutverkið tekið meiri tíma en ég gerði ráð fyrir og verður enn tímafrekara í nóvember og desember. En hvað um það, ég og umsjónarkennarinn vorum sammála um að ritgerðin yrði væntanlega betri fyrir vikið og það hlýtur að vera það sem skiptir mestu máli. 🙂
Tómas Ingi spáir í íslenskt mál
Tómas Ingi á erfitt með ýmislegt í íslenskri málfræði, eins og til dæmis að lýsingarorð breytast eftir kyni. Honum finnst mjög erfitt að muna að þó Anna Laufey sé þreytt eða svöng þá getur hann bara verið þreyttur eða svangur. Í bílnum í morgun yfirfærði hann þetta á „ái“ og „á“:
„Strákar segja ái en stelpur segja á. Pabbi segir á. Ég þarf að segja pabba að hann á að segja ái „
Tómas Ingi hefur svör við öllu
Eftir kvöldmat í gærkvöldi bað Tómas Ingi um að fá kex og ég sagði að hann mætti fá eitt kex og hann þyrfti að gefa Önnu Laufeyju líka. Stundarkorni síðar átti eftirfarandi samtal sér stað:
Tómas (sönglandi): Ég er með fjóra Oreo, ég er með fjóra Oreo
Ég: Ég sagði að þú mættir fá EITT kex!
Tómas útskýrir: Ég ætla fá eina kex, svo ég fá eina kex, svo ég fá eina kex….
Við Elli skelltum uppúr og sem laun fyrir þetta snilldarsvar fékk Tómas Ingi að maula sín fjögur Oreo kex.
Ég fékk síðan ánægjuna af því að setja sykuróðan strák í rúmið. Tómas Ingi var með mikinn ærslagang á leiðinni uppá bað og ég sagði honum að vera ekki með svona mikil læti. Tómas Ingi hafði auðvitað svar við því:
„Þetta er ekki læti. Þetta er fyndið!“
Tómas 4 ára
Tómas fékk vini sína Vincent og Caden í afmælisveislu í gær. Áður en veislan byrjaði opnaði hann pakka frá fjölskyldunni.
Back to Bexley
Nú erum við komin heim eftir langt ferðalag og eftir helgi tekur daglega rútínan að mestu við. Ég þarf að snúa mér að lestri og ritgerðarskrifum, Jenný byrjar að vinna í rannsóknum, Tómas fer í leikskólann á mánudaginn og Anna byrjar í skólanum næsta miðvikudag.
Það verða 10 börn hérna úr stúdentaíbúðunum í skólanum með Önnu sem er þónokkur fjölgun frá síðasta ári, Anna er enda búin að leika sér mikið úti síðan við komum heim.
Við leyfum líka Tómasi að leika sér úti við án eftirlits núna, enda er komin góður leikfélagi í garðinn hjá okkur, en hún Gina sem er þriggja ára var að flytja í íbúðirnar með foreldrum sínum og systrum sínum tveimur.
Anna mætti á fyrstu knattspyrnuæfinguna sína strax á fimmtudagseftirmiðdag, en þá uppgötvaðist að takkaskórnir hennar frá því í vor eru orðnir allt of litlir. Hún mætti því á æfinguna í innanhúsíþróttaskóm af mömmu sinni sem pössuðu vel.
Fyrsta sleepover Önnu á þessu hausti er síðan í kvöld fram á morgundaginn, en Emma G. vinkona hennar, sem verður því miður ekki með henni í bekk á þessu skólaári hringdi í gær og bauð henni yfir.
Það er því ljóst að dagskráin er að hefjast að fullu eftir gott en strangt ferðalag.
Ferðalag
Nú styttist í fyrsta hluta sumarferðalags fjölskyldunar, en við höfum verið í Denver og Estes Park í rétt um 10 daga með fjölskyldu Jennýjar. Á morgun fara Binni og Anna í suðurátt, Jenný fer til Columbus, en ég, Anna, Tómas, Bragi, Baldur og Jóhanna förum til New York í tæpa tvo sólarhringa áður en við fljúgum til Íslands. Ég og börnin verðum á Íslandi í rétt um þrjár vikur.
Anna stækkar
Þegar ég var að tala við Önnu áðan fannst mér eins og hún hlyti að hafa tekið vaxtakipp síðan í apríl og ákvað að hæðarmæla stelpuna. Kippurinn var ekki jafnmikill og ég hélt en hún er núna 59 3/4″ eða 152cm. Þannig að síðan um miðjan apríl hefur hún hækkað um tvo cm.
Afmælisboð
Í dag var Tómasi boðið í afmæli hjá Caden vini sínum á sunnudaginn kemur, en boðskort var í pósthólfinu hans í leikskólanum. Þetta er í fyrsta skipti sem Tómas fær boðskort í vinaafmæli og viðbrögð hafa verið frábær. Hann hefur ekki skilið boðskortið við sig nema rétt á meðan hann fór í bað og fyrr í dag fór hann með það út í garð til að sýna nágrönnunum. Hann liggur núna undir sæng með kortið og í stað þess að sofna sönglar hann stöðugt „Happy Birthday, Caden“.
Flestir búnir… næstum því
Í gær lauk Jenný síðasta kúrsinum sem hún þarf að taka til doktorsprófs í OSU. Anna Laufey kláraði skólann sinn á miðvikudaginn og rétt í þessu sendi ég inn endurskoðaða tillögu að meistararitgerðinni minni, og lauk þar með öllum verkefnum frá vormisseri (sem reyndar lauk 15. maí).
Þetta hefur þó ekki mikil áhrif á verkefnastöðuna, enda hélt Jenný í skólann í dag til að halda áfram rannsóknarvinnu og verður að fram í miðjan júlí. Anna er núna í skólanum sínum ásamt nokkrum stelpum í bekknum að hjálpa kennaranum sínum við frágang á skólastofunni fyrir sumarið og byrjar síðan á námskeiði í skapandi skrifum upp í Ohio State á mánudaginn og út júní. Ég þarf að ljúka þremur stuttum pappírum fyrir sumarnámskeið í keltískum kristnidómi í næstu viku, og þegar því er lokið taka við skrif á meistararitgerðinni (ef tillagan verður samþykkt).
Í öllu þessu heldur Tómas áfram að mæta í leikskólann, þar sem þau eru að stúdera liti næstu tvær vikur og hann þarf að mæta í réttum lit í leikskólann á hverjum degi (í dag er blár).