1495
Eftir endalaust vesen með SofaExpress kom síðasti hluti sófans okkar í dag. Jafnframt lét verslunarstjórinn í versluninni við Hamilton Road endurgreiða $100 skaðabætur á VISA-kortið mitt í gær. Sófinn er stór og mikill í ekki mikla og stóra stofu, en það var mikil gleði hjá Önnu Laufeyju í dag, enda skilgreindi hún hornið sem sinn kúristað strax og við skoðuðum sófann í búðinni.
Hægt er að sjá nokkrar nýjar myndir hér.
Til hamingju með sófann!
Mér sýnist(allavega af myndinni að dæma)fleiri hafa fundið sér sinn kúristað!!!