Sófinn kominn (loksins)

1495

Eftir endalaust vesen með SofaExpress kom síðasti hluti sófans okkar í dag. Jafnframt lét verslunarstjórinn í versluninni við Hamilton Road endurgreiða $100 skaðabætur á VISA-kortið mitt í gær. Sófinn er stór og mikill í ekki mikla og stóra stofu, en það var mikil gleði hjá Önnu Laufeyju í dag, enda skilgreindi hún hornið sem sinn kúristað strax og við skoðuðum sófann í búðinni.
Hægt er að sjá nokkrar nýjar myndir hér.

One thought on “Sófinn kominn (loksins)”

  1. Til hamingju með sófann!
    Mér sýnist(allavega af myndinni að dæma)fleiri hafa fundið sér sinn kúristað!!!

Lokað er á athugasemdir.