Íþróttaiðkun fjölskyldunnar er að ná nýjum hæðum þessa daganna. Jenný byrjaði í tennis í dag og ég mætti á fyrstu æfinguna í fánafótbolta, sem er hófsamari útgáfan af amerískum fótbolta. En skólinn minn, Trinity Lutheran Seminary, er núverandi „guðfræðideildameistari“ í íþróttinni og handhafi „The Luther Bowl“. Ég get reyndar ekki sagt að ég hafi skilið leikkerfin eða reglurnar til fulls svona á fyrstu æfingunni, en það kemur hugsanlega fyrir úrslitakeppnina sem verður haldin í Gettisburg, PA, 11. nóvember. Við erum reyndar í pössunarvanda þar sem æfingar Jennýjar í tennis skerast á við æfingarnar í fánafótbolta en við finnum væntanlega út úr því.
Anna Laufey er mjög spennt yfir tennisæfingunum hjá sér og byrjaði auk þess í knattspyrnu á sunnudaginn var. Henni fannst gaman en þó ekki jafngaman og í tennis.
Þá spilaði ég annan leikinn á haust-season með Bexley Gold knattspyrnuliðinu á sunnudaginn var. Rétt er að taka fram að leikið er 11 á 11 á fullum velli í tvisvar 30 mínútur. Sem betur fer eru engar sérstakar reglur um varamenn, þannig að skipta má mönnum inn á og út af eftir þreytu. Við unnum fyrsta leikinn fyrir hálfum mánuði 4-0, þar sem ég skoraði eitt mark og nú á sunnudaginn var það græna liðið sem varð fyrir okkur í BG. Leikurinn fór 1-0 og að sjálfsögðu 🙂 skoraði ég markið með glæsiskoti rétt utan vítateigs. Það er gaman að segja frá því að Giuseppe á Giuseppe’s Ritrovo sá sérstaka ástæðu til að hrósa markinu mínu en hann spilar með bláa liðinu sem við spilum við á sunnudaginn kemur.
One thought on “Fánafótbolti, tennis og knattspyrna”
Lokað er á athugasemdir.
Áfram Sportacus!
Þið eruð að verða ein alsherjar Latabæjarfjölskylda 🙂