Það er framundan rólegur dagur í dag hjá mér og krökkunum. Eins og einhverjir vita fór Jenný eldsnemma á fimmtudagsmorgun á saumaklúbbsfund í Boston, sem stendur fram á sunnudagskvöld. Þá var Tumi á ráðstefnu hér í Columbus frá mánudegi og þangað til í morgun að hann fór til Boston.
Það er reyndar ekki líklegt að Tumi og Jenný hittist í Boston, þar sem ég hef Tuma grunaðan um að eyða ekki miklum tíma í Outlet malls og Toys’r’Us verslunum, en þó er aldrei að vita.
En alla vega í dag verður því tekið rólega. Á morgun förum við kannski í kirkju, Anna fer á síðustu útifótboltaæfinguna sína í bili, Bexley Gold liðið mitt keppir úrslitaleikinn um efsta sætið í Bexley Rec deildinni, ég og börnin fórum í Gold-fótboltapartí eftir leikinn og síðan er Jenný væntanleg heim seint um kvöldið.
Annars er allt á fullu í skólanum hjá mér, ég á að skila viðbrögðum mínum við bók um kirkju-„model“ í kirkjusögu á þriðjudag, einnig er sama dag skil á heimaprófi í sama fagi, ritgerð um Exodus er í yfirlestri hjá samnemanda og ég þarf að ganga frá endanlegri útgáfu fyrir miðvikudag. Síðan er framundan að teikna upp genogram af fjölskyldunni minni til greiningar á samskiptaferlum en „Family System Theory“ er mikið tískutól í lútherskum kirkjum hér í BNA. Loks er ég að hefja vettvangsþjálfun á mánudag og þriðjudag í Christ Lutheran kirkjunni í Bexley. Fyrsta verkefnið er að mæta á sóknarnefndarfund á mánudagskvöld og fylgjast með hvernig ákvarðanir eru teknar í sóknarnefndum. En alla vega í dag verður því tekið rólega.
Ætlar Tuminn ekki í Toys’r’Us að kaupa dót handa verðandi nýjasta öskurapanum í fjölskyldunni.
Kirkjuferðir eru alltof snemma sólarhringsins fyrir venjulegt fólk, nánast á óguðlegum tíma, ég meina hver er eiginlega kominn á fætur fyrir klukkan eitt um helgar.
Það er villa í færslunni hér fyrir ofan. Í dag var nefnilega spilaður „The Final Game in the league“ en ekki „Championship Game“ sem verður í næstu viku. En eftir þann leik verður partýið. Það er eins gott að ég er bara látinn spila en ekki skipuleggja.