Allt gott að frétta

Það er orðið alltof langt síðan við höfum látið vita af okkur. En í stuttu máli er bara allt gott að frétta. Skólarnir eru komnir á fullt aftur og mikið að gera hjá öllum. Ég er þremur kúrsum, framhald af líkindafræðinni, fræðilegum kúrsi um punktmat og hagnýtum kúrsi í Bayes aðferðafræði. Ég er spenntust yfir þeim síðast nefnda enda er það í fyrst sinn sem ég læri um hvernig Bayes hugmyndafræðinni er beytt í praxis. Halda áfram að lesa: Allt gott að frétta

Farðu að sofa

Við förum í kvöld, Þorláksmessu, í Easton Towne Center upplifðum jólastemmninguna, fórum í stutta ferð í hestvagni, keyptum kakó og kökur, fengum okkur ís og höfðum það gaman saman.
Við komum ekki heim fyrr en rétt fyrir 23 og því komið langt fram yfir háttatíma Tómasar. Þegar ég hins vegar setti hann í rúmið var hann ekki á því að sofna strax, þannig að ég tók stutt myndskeið.

Hér er dæmi um hegðun Tómasar Inga þegar hann á að fara að sofa. Myndskeiðið er á Windows Media formi og er 1MB.

Nú halda hliðin ekki lengur

Þegar við komum heim frá Íslandi í haust varð okkur ljóst að hreyfigeta Tómasar Inga hafði stóraukist síðan við yfirgáfum íbúðina. Það leið t.d. ekki nema vika þar til Tómas var farinn að labba um allt. Við brugðumst við þessu með því að setja upp hlið á tveimur stöðum á neðri hæðinni, eitt svo hann fari ekki í stigann og eitt til að loka af eldhúsið. Halda áfram að lesa: Nú halda hliðin ekki lengur

Prófin búin og mamma farin

Þessi önn í skólanum var frekar strembin. Fyrstu einu og hálfu vikuna lærði ég bara fyrir Q1 prófið, svo ekki byrjaði önnin vel. Þegar ég var við það að ná upp dampi skellti ég mér í fjögurra daga ferð til Boston með Drífu og Bryndísi Erlu – sem var reyndar æði og andlega alveg nauðsynleg. Halda áfram að lesa: Prófin búin og mamma farin