Missti allt

þad er otrulegt ad koma hingad til New Orleans og sja ad tratt fyrir ad ymislegt hafi verid lagad, ta er eydileggingin synileg alls stadar, aud hverfi, onyt hus og hruninn auglysingaskilti nu 460 dogum eftir Katrinu. Vid forum i dag til Missisippi en tar for midja Katrinar yfir. þegar vid keyrdum eftir strondinni vantadi um fjorar eda fimm husradir naest sjonum, allt farid, nema reyndar eitt og eitt hus an framhlidar og þaks sem standa eins og til ad syna hversu stor einbylishusin voru. Finu draumahus ellilifeyristeganna ekki olik husunum i Bexley ad staerd, horfin. Halda áfram að lesa: Missti allt

Styttist í New Orleans

Nú er fyrsta misserið mitt búið í skólanum. Ég á reyndar eftir að gera leiðréttingar á einni ritgerð í Gamla testamentisfræðum, þar sem kennaranum fannst vanta nokkuð upp á upplýsingar um forsendur túlkunar nokkurra Exodus lesenda. En skilafrestur er á mánudaginn. Á mánudaginn hefst líka interim-önnin í skólanum en það er 3 vikna önn, þar sem boðið er upp á hvers kyns 3 eininga námskeið, oft utan skólans. Halda áfram að lesa: Styttist í New Orleans

Fyrsti kaffisopi Tómasar

Á föstudaginn var, þegar Elli var í fánabolta-keppnisferðalaginu, fórum við Tómas Ingi í gönguferð um Bexley og enduðum á að ná í Önnu Laufeyju í skólann. Það var óvenju hlýtt í veðri (miðað við árstíma) og við ákváðum að rölta á Starbucks kaffihús á leiðinni heim að fá okkur hressingu. Anna Laufey fékk gos og m&m smáköku og Tómas Ingi fékk mjólk og bita af sítrónukökunni minni. Ég ákvað hinsvegar að fá mér frappuccino – þ.e. kaffi með fullt af mjólk og klakakrapi – mjög vinsæll sumardrykkur. Tómasi Inga fannst drykkurinn mjög spennandi, svo ég gaf honum bara sopa. Hann var svona líka ánægður með kaffisopann og leit varla við mjólkinni eftir það. Caffé Light Frappuccino sló algerlega í gegn!

Luther Bowl

Ég fór með skólanum mínum um helgina og við tókum þátt í LutherBowl sem er árlegt flag-football mót guðfræðiskóla á austurströnd Bandaríkjannal. Mótið er haldið í Gettysburg, Pennsylvania. Að þessu sinni mættu átta skólar til leiks, fjórir lútherskir, tveir með tengsl við ensku biskupakirkjuna, einn kalvínskur auk Wesley Theological Seminary (WTS). Er óhætt að segja að mótið hafi þannig endurspeglað framtíð „mainline“ kirkjudeilda í BNA, eða alla vega leiðtoga þeirra. Hvert lið spilaði þrjá leiki eftir ákveðnu kerfi, sem leiddi til þess að eina liðið sem sigraði alla sína leiki stóð uppi sem sigurvegari.
Skólinn minn Trinity Lutheran Seminary vann mótið á síðasta ári og hafði því titil að verja. Halda áfram að lesa: Luther Bowl

Sitja saman og hósta

Ég og Tómas sitjum saman heima, hóstum í kór og horfum á Dýrin í Hálsaskógi. Tómas er búin að vera lasinn síðan á fimmtudaginn, en virðist allur vera að koma til. Ég hins vegar slappaðist á föstudaginn, en hef samt sem áður náð að fara í tvö Halloween-partí með Önnu Laufeyju um helgina og skrifað eina 10 síðna ritgerð. Ég er þó ekki viss um að gæði skrifanna hafi verið mikil að þessu sinni. Halda áfram að lesa: Sitja saman og hósta

Hausthátíð

2511

Ég og Anna Laufey skruppum á Hausthátíð við Jeffrey Mansion í kvöld eftir að hún kom úr Superman-afmæli hjá Elijah sem býr hér á Campus. Það var búið að kveikja varðeld á lóðinni við setrið, töframaður sýndi listir sínar og boðið var upp á ferð í opinni kerru um norðurhluta Bexley svo sitthvað sé nefnt.
Anna skemmti sér hið besta, þrátt fyrir skítakulda og þá staðreynd að við vorum ekki klædd í samræmi við veður.

Hægt er að skoða myndirnar með því að smella hér.

Hræðilegur dagur

Önnu Laufeyju fannst dagurinn í gær verulega hræðilegur en hann byrjaði samt ágætlega. Allir fóru í skólann í góðu veðri og allt leit vel út. Anna kom úr skólanum um kl. 15:30 og ég fór með henni í tennis sem hófst kl. 16:00. Tennisæfingin gekk vel framan af og kl. 16:30 sagði tenniskennarinn krökkunum að fara og fá sér vatn. Halda áfram að lesa: Hræðilegur dagur