Anna í skólann aftur

Í gær snjóaði hér í mið-Ohio af miklum krafti í kjölfar kuldakastsins, þannig er nú -15 gráðu frost og líklega um 20 cm jafnfallinn snjór yfir öllu. Það dugar þó ekki til að loka skólanum hennar Önnu þriðja daginn í röð, en Bexley skólarnir eru opnir í dag, ólíkt mörgum öðrum skólum á svæðinu. Halda áfram að lesa: Anna í skólann aftur

Ferðaplanið í sumar

Ég gekk í dag frá flugmiðum til Íslands í sumar fyrir mig, Jennýju og Tómas Inga. Jenný og Tómas koma til Íslands 10. júní (lenda að morgni 11.), dvelja í tæpa viku og fljúga heim 17. júní. Ég hins vegar kem til Íslands 30. júní (lendi að morgni 1. júlí), verð í Vatnaskógi 3.-9. júlí og flýg heim um miðjan dag 10. júlí. Flugmiðinn hennar Önnu Laufeyjar er ekki frágenginn, það gerist væntanlega á morgun. Hennar plan er að fljúga með mömmu sinni og Tómasi 10. júní til Íslands og heim til BNA 10. júlí með mér.

-18°C og allt lokað

Ég held ég hafi ekki upplifað annan eins kulda áður. Hitastigið var 0 gráður á Farenheit í morgun, eða -18°C. Ég var ágætlega klædd, í þykkri peysu undir úlpunni og með góða húfu og vetlinga. Ég gerði hins vegar þau mistök að vera bara í gallabuxum og ég hélt ég myndi varla hafa það að labba frá bílastæðinu og uppí skóla (tekur um 5 min). Halda áfram að lesa: -18°C og allt lokað

Allt gott að frétta

Það er orðið alltof langt síðan við höfum látið vita af okkur. En í stuttu máli er bara allt gott að frétta. Skólarnir eru komnir á fullt aftur og mikið að gera hjá öllum. Ég er þremur kúrsum, framhald af líkindafræðinni, fræðilegum kúrsi um punktmat og hagnýtum kúrsi í Bayes aðferðafræði. Ég er spenntust yfir þeim síðast nefnda enda er það í fyrst sinn sem ég læri um hvernig Bayes hugmyndafræðinni er beytt í praxis. Halda áfram að lesa: Allt gott að frétta

Farðu að sofa

Við förum í kvöld, Þorláksmessu, í Easton Towne Center upplifðum jólastemmninguna, fórum í stutta ferð í hestvagni, keyptum kakó og kökur, fengum okkur ís og höfðum það gaman saman.
Við komum ekki heim fyrr en rétt fyrir 23 og því komið langt fram yfir háttatíma Tómasar. Þegar ég hins vegar setti hann í rúmið var hann ekki á því að sofna strax, þannig að ég tók stutt myndskeið.

Hér er dæmi um hegðun Tómasar Inga þegar hann á að fara að sofa. Myndskeiðið er á Windows Media formi og er 1MB.