Tómas Ingi er með kvefpest, hósta og gröft í augunum. Hann er þó hitalaus. Við mæðginin vorum því bara heimavið í dag í kósíheitum og strákurinn var bara kátur þrátt fyrir veikindin. Halda áfram að lesa: Tómas Ingi lasinn
Lokið, en þó aldrei lokið
Í kvöld var lokahluti námskeiðsins um viðbrögð kirkjunnar við stóráföllum. Við sem vorum í New Orleans stóðum að fjáröflunarkvöldverði í Trinity Lutheran Seminary, þar sem við fluttum stutt erindi, sýndum myndir og stóðum að uppboði. Halda áfram að lesa: Lokið, en þó aldrei lokið
Alvaran tekin við
Það er óhætt að segja að skólinn hafi byrjað af krafti hjá mér nú í janúar. Ég er áfram í fjórum kúrsum hér í Trinity líkt og fyrir jól, en álagið er allt annað og meira. Halda áfram að lesa: Alvaran tekin við
Allt gott að frétta
Það er orðið alltof langt síðan við höfum látið vita af okkur. En í stuttu máli er bara allt gott að frétta. Skólarnir eru komnir á fullt aftur og mikið að gera hjá öllum. Ég er þremur kúrsum, framhald af líkindafræðinni, fræðilegum kúrsi um punktmat og hagnýtum kúrsi í Bayes aðferðafræði. Ég er spenntust yfir þeim síðast nefnda enda er það í fyrst sinn sem ég læri um hvernig Bayes hugmyndafræðinni er beytt í praxis. Halda áfram að lesa: Allt gott að frétta
Afmælisveisla
Í dag héldum við upp á afmælið hennar Önnu Laufeyjar hér heima. Ég sótti Önnu Laufeyju og 6 bekkjarsystur hennar í skólann og fékk aðstoð mömmu Meredith við að keyra þær hingað heim. Við höfðum reyndar planað að ganga með hópinn, en þar sem það leit út fyrir hugsanlega rigningu, þá ákváðum við að keyra. Halda áfram að lesa: Afmælisveisla
Ónýtur fartölvuskjár
Árið 2006 endaði ekki vel fyrir iBook-tölvuna mína. En seinnipartinn í gær, lokaði Tómas Ingi tölvunni minni og heyrnartólin sem fylgdu iPod-inum mínum lentu á milli lyklaborðsins og skjásins, sem brotnaði. Halda áfram að lesa: Ónýtur fartölvuskjár
Krakkasafnsferð
Við fjölskyldan lögðum snemma í morgun í langferð. Fyrsti viðkomustaður eftir þriggja klukkustunda akstur var Krakkasafnið í Pittsburgh (Children’s Museum of Pittsburgh). Halda áfram að lesa: Krakkasafnsferð
Jólastemmning
2575Það tilheyrir á jólunum að gera allt fínt, m.a. að strauja jóladúkinn sem við fengum í brúðkaupsgjöf fyrir rúmlega 10 árum. Tónlistin er enn á vegum Gunnars Gunnarssonar.
Hátíð í bæ
2569Anna Laufey tók að sér að skreyta jólatré fjölskyldunnar í gær. Myndbandsupptökuvélin var notuð til að ná fram stemmningunni. Gunnari Gunnarssyni er þakkaður undirleikurinn.
Myndband af Önnu Laufeyju á Þorláksmessukvöld, að skreyta jólatré. QuickTime-format 1,9MB.
Farðu að sofa
Við förum í kvöld, Þorláksmessu, í Easton Towne Center upplifðum jólastemmninguna, fórum í stutta ferð í hestvagni, keyptum kakó og kökur, fengum okkur ís og höfðum það gaman saman.
Við komum ekki heim fyrr en rétt fyrir 23 og því komið langt fram yfir háttatíma Tómasar. Þegar ég hins vegar setti hann í rúmið var hann ekki á því að sofna strax, þannig að ég tók stutt myndskeið.
A og P
Núna eru einkunnir fyrir Önnu, mig og Jennýju komnar í hús. Tómas er í árskerfi, þannig að hans einkunn er gefinn árlega. Halda áfram að lesa: A og P
Alþjóðleg jól
Við Anna Laufey höfum mikið verið að velta fyrir okkur jólasveinum og Santa Claus undanfarna daga. Við vorum til dæmis ekki alveg vissar um hvort Íslensku jólasveinarnir kæmu til Ameríku að gefa í skóinn. Halda áfram að lesa: Alþjóðleg jól
Nú halda hliðin ekki lengur
Þegar við komum heim frá Íslandi í haust varð okkur ljóst að hreyfigeta Tómasar Inga hafði stóraukist síðan við yfirgáfum íbúðina. Það leið t.d. ekki nema vika þar til Tómas var farinn að labba um allt. Við brugðumst við þessu með því að setja upp hlið á tveimur stöðum á neðri hæðinni, eitt svo hann fari ekki í stigann og eitt til að loka af eldhúsið. Halda áfram að lesa: Nú halda hliðin ekki lengur
Krókódílakjöt og hryllingssögur
Elli sendi mér SMS í gærkvöldi, sagðist vera að borða krókódílakjöt. Ferðin hefur þó haft dýpri áhrif á hann en framandi réttir geta gert. Hann hefur skrifað aðeins um upplifun sína á annálinn sinn.
Prófin búin og mamma farin
Þessi önn í skólanum var frekar strembin. Fyrstu einu og hálfu vikuna lærði ég bara fyrir Q1 prófið, svo ekki byrjaði önnin vel. Þegar ég var við það að ná upp dampi skellti ég mér í fjögurra daga ferð til Boston með Drífu og Bryndísi Erlu – sem var reyndar æði og andlega alveg nauðsynleg. Halda áfram að lesa: Prófin búin og mamma farin