Vonda frænkan* gaf okkur áskrift af Mannlífi í jólagjöf. Skemmtileg gjöf enda gaman að fá reglulega lesefni á íslensku hingað til BNA. Hins vegar er einn galli á gjöfinni. Halda áfram að lesa: Mannlífssamskipti
Learning Objectives
Seinnipartinn í dag gerði ég mitt besta til að hjálpa Önnu Laufeyju við heimalærdóminn. Verkefni dagsins fólust aðallega í því að klára verkefni sem Anna hafði ekki náð að klára í skólanum í vikunni. Halda áfram að lesa: Learning Objectives
Skyr.is
Ég, Anna og Tómas ákváðum að skreppa núna síðdegis í Whole Foods Market en Steini (Steinn Jónsson) benti mér á í gær að þar væri stundum hægt að kaupa íslenskan mat. Við keyrðum sem leið lá í Dublin í grenjandi rigningu og þrumuveðri og eftir 25 mínútna akstur komumst við á leiðarenda, en í Dublin reyndist vera sól og u.þ.b. 25 stiga hiti. Halda áfram að lesa: Skyr.is
Afmælið hjá Ryan M
Önnu Laufeyju var í dag boðið í afmæli til Ryan M en hann er bekkjarfélagi hennar í Cassingham. Afmælið var haldið hjá United Skates sem er hjólaskautahöll hér í nágrenninu. Anna hefur ekki áður farið á skauta, en hæfileikar föður hennar á því sviði virðast hafa erfst. Eftir tæpa klukkustund var Anna komin á fleygiferð á hjólaskautunum og var næstum ófáanleg heim þegar partíinu lauk.
Tómas klórar
1529
Tómasi finnst gaman að láta neglurnar sínar strjúkast við hitt og þetta. Hins vegar var honum ekki jafn skemmt fyrir tveimur dögum þegar hann vaknaði við það að hafa klórað sig til blóðs á nefinu. Mér brá nokkuð við enda drengurinn blóðugur um allt andlit. En eftir að hafa þrifið hann og kallað til Önnu Laufeyju til að hjálpa til við að plástra sárið þá leit Tómas svona út.
E.s. Það er búið að klippa neglurnar núna.
Dóttir mín, snillingurinn
Á miðvikudaginn var þegar Anna Laufey var á leið út úr dyrunum til að fara með okkur í skólann, kom upp það vandamál að hún vildi hafa númerið sem notast er við til að kaupa mat í mötuneytinu á miða. Halda áfram að lesa: Dóttir mín, snillingurinn
Groundhog hvað?
Á Groundhog day hér í BNA í febrúar var því haldið fram að nú væru 6 vikur eftir af vetrinum í Ohio og nálægum ríkjum. Í augnablikinu er hins vegar 22 stiga hiti, þannig að dýrin höfðu augljóslega rangt fyrir sér. Ég og Tómas ætlum því að skreppa út.
Afmæli
Já það er afmælistími þessa dagana. Þó minn afmælisdagur sé enn ekki búinn þá er ég hrædd um að Elli hafi þegar unnið keppnina um að gera ánægulegan afmælisdag fyrir maka sinn. Halda áfram að lesa: Afmæli
Elli á tru.is
Trú.is er eitt af fjölmörgum vefsvæðum íslensku þjóðkirkjunnar, en þar er safnað pistlum og prédikunum ásamt því sem boðið er upp á að svara ýmsum spurningum um trúarleg málefni. Stöku sinnum hef ég verið beðinn um að leggja orð í belg. Hægt er að sjá innlegg mín á http://www.tru.is/sida/hofundar/halldor_elias_gudmundsson.
Sófinn kominn (loksins)
1495
Eftir endalaust vesen með SofaExpress kom síðasti hluti sófans okkar í dag. Jafnframt lét verslunarstjórinn í versluninni við Hamilton Road endurgreiða $100 skaðabætur á VISA-kortið mitt í gær. Sófinn er stór og mikill í ekki mikla og stóra stofu, en það var mikil gleði hjá Önnu Laufeyju í dag, enda skilgreindi hún hornið sem sinn kúristað strax og við skoðuðum sófann í búðinni.
Hægt er að sjá nokkrar nýjar myndir hér.
Tómas skríður
Tómas hefur verið hreyfanlegur í nokkrar vikur núna og skriðtæknin hans hefur tekið miklum framförum. Áðan náði ég þessu skemmtilega myndskeiði af honum. Við þjöppun varð reyndar nokkur bjögun vegna baklýsingarinnar, en við tökum viljan fyrir verkið.
Bílavesen
Undanfarið hefur heyrst væl í bremsunum á bílnum okkar og ef við höfum bremsað ákveðið á 65 mílna hraða hefur komið fram titringur í stýrinu. Jenný sem er næstum einvörðungu á bílnum hefur skiljanlega haft af þessu nokkrar áhyggjur. Þar sem ég var á bílnum í dag, Anna og Tómas áttu að fara í bólusetningu sem reyndar tókst ekki alveg (það er efni í aðra færslu), Halda áfram að lesa: Bílavesen
Allt á réttri leið
Anna Laufey fór í skólann í morgun, eftir veikindi helgarinnar og virðist orðin alveg hress. Jenný fór í skólann á seinnipart mánudags til að sitja yfir prófi og fara yfir úrlausnir og var jafnframt í skólanum að læra og kenna í gær. Halda áfram að lesa: Allt á réttri leið
Veikindi
Í dag eru veikindi hér á East Main Street en Jenný og Anna Laufey eru báðar með einhvers konar flensu. Þetta er sérlega óheppilegt fyrir Jennýju en núna er mikið að gera í skólanum, bæði verkefnaskil og heimapróf. Halda áfram að lesa: Veikindi
Vestan við okkur
Hér rétt vestan við okkur, hinum megin við Alumn Creek er fremur vafasamt hverfi. Það vafasamt að ég, Anna og Tómas höfum ekki enn keyrt götuna okkar, East Main Street, til vesturs. Jenný hins vegar tekur strætó þar í gegn, þá daga sem hún tekur strætó í skólann. Halda áfram að lesa: Vestan við okkur