Tómas Ingi getur nú velt sér (rúllað) af maganum á bakið. Þegar móðir hans leggur hann á magann til að þjálfa bakvöðvana líður yfirleitt ekki á löngu þar til guttinn er kominn á bakið. Halda áfram að lesa: Tómas Ingi rúllar
Jenný skólastelpa
Hann Elli minn hefur verið duglegur að flytja fréttir af okkur, en það er nú líklega tími til kominn að ég segi aðeins frá nýja skólanum mínum. Í stuttu máli er ég ánægð, þó ég sé kannski ekki enn búin að venjast því að vera aftur komin á skólabekk með tilheyrandi lestri, heimadæmum og prófum. Ég er í tveimur kúrsum, 9 einingum, sem er lágmarkskrafa fyrir TA (Teaching Assistant), ég ákvað að það væri fullnægandi svona fyrstu önnina. Halda áfram að lesa: Jenný skólastelpa
Sportacus/Stephanie og Elli/Tómas
Í gær var ég að ganga rétt við Cassingham Elementary þegar kona með tvo hunda kallaði til mín. „Where is your Stroller?“ Ég náði ekki spurningunni strax, en áttaði mig svo á að hún var að vísa til þess að Tómas var ekki með mér. Halda áfram að lesa: Sportacus/Stephanie og Elli/Tómas
Munkurinn
Ég og Anna Laufey gengum í fyrradag í gegnum Campus-inn hjá Capital University. Á miðju háskólasvæðinu er stytta af munki með Biblíu í hendi (líklega Lúther). Anna Laufey spurði hvernig maður þetta væri og ég útskýrði að munkar væru menn sem tæku ákvörðun um að giftast aldrei, en tileinkuðu líf sitt því að biðja, lesa í Bibliunni og segja öðrum frá Guði. Halda áfram að lesa: Munkurinn
Sagan um rúmið
Eitt af fyrstu verkefnum okkar hér í Bexley, var að kaupa rúm. Eftir að hafa átt þetta ágæta Ragnarsrúm í 10 ár, en það var keypt haustið 1995, ákváðum við að tími þess væri liðinn. Reyndar skemmdist það strax fyrsta daginn sem það var í okkar eigu, en Guðrún L. systir mín er ekki mjög fær flutningamanneskja. Halda áfram að lesa: Sagan um rúmið
Heimanám
Ég nefndi einhvern tímann við Jóhönnu Rósu kennarann hennar Önnu Laufeyjar í Hvassaleitisskóla að mér þætti meiri heimalærdómur í 1. bekk en ég hefði átt von á. Anna kom með lestrarblöð á hverjum degi og þurfti að reikna og skrifa vikulega í skriftarbók. Þegar leið að jólum bættist markmiðsbókin við. Halda áfram að lesa: Heimanám
Pöntuð Pizza
Eftir að hafa búið í BNA í rúman mánuð kom að stóru stundinni. Rétt í þessu tókst ég á við það verkefni að panta Dominos. Það kemur í ljós eftir tæpa klukkustund hvernig tókst til.
Byssuæði
Ég hef oft heyrt að BNA-búar séu byssubrjálaðir, en fyrstu vikurnar hér hafa svo sem ekki bent til þess. Reyndar var í fréttum í gær að byssubrjálæðingur hefði skotið löggu niður við Eastland Mall og síðan sér maður víða byssubannsmiða, t.d. á opinberum byggingum. En það er einmitt það byssubann. Halda áfram að lesa: Byssuæði
Erla Guðrún í sjónvarpinu mínu
Fyrir nokkrum mínútum kom fjölkerfa DVD-spilarinn með NTSC PAL breytinum í hús hér í Bexley, en í ljós kom fljótlega eftir að dótið okkar kom að Toshiba spilarinn sem ég vann í Bingó-i í Vatnaskógi var ekki með slíkum breyti. Halda áfram að lesa: Erla Guðrún í sjónvarpinu mínu
Nokkrar myndir
1152
Það hefur ekki verið ofarlega á forgangslista síðustu vikna að taka myndir eða myndbönd og er það miður. Þó gerist það öðru hvoru að ég notast við símana okkar og smelli af einni og einni ýmist af Tómasi eða Önnu Laufeyju. Það er undantekningalaust að ég pirra mig yfir því eftir á að hafa ekki haft almennilega myndavél og hversu lítil upplausn sé í myndunum.
Uppgjöf
Eftir 29 daga í Ameríku höfum við gefist upp. Eftir heimsóknir í Target, Walmart, K-Mart, Big Lots, Sears, JC Penney, Kaufmann’s, Great Indoors, JC Penney Furniture Outlet, Value City Furniture, Macy’s Furniture og fjölmargar smærri búðir, eftir samtöl við Tim hjá Frontroom furnishing, John hjá OakExpress, Lawrence hjá Furniture Liquidators of America, Julie hjá La-z-boy að ógleymdri henni Sandee hjá Sofa Express and More, þá var uppgjöfin algjör. Halda áfram að lesa: Uppgjöf
Íbúðin seld
Það er mikið gleðiefni að segja frá því að íbúðin okkar í Stóragerði er seld. Það var skrifað undir kauptilboð á föstudaginn og óhætt að segja að nú sé einu stórvandamálinu færa að fást við. Reyndar er líka eftirsjá í íbúðinni enda um frábæra staðsetningu að ræða og góða íbúð á allan hátt. En – nú getum við leyft okkur að kaupa sófa án þess að hafa áhyggjur af því hvað bankinn segir.
Sófi væntanlegur í kringum 15. febrúar
Fjölskyldan hélt í dag í sófakaupaleiðangur. Það er fastur liður um helgar að við förum á stað og reynum að leysa einhver af þeim fjölmörgu lausu endum sem eru á lífi okkar hér í Ohio. En vantar skrifborð, skrifborðsstóla, eldhúsborð og -stóla, sófaborð og geymsluhillur í kjallarann. En í dag var það sófinn. Halda áfram að lesa: Sófi væntanlegur í kringum 15. febrúar
Fartölva og vefmyndavél
Við keyptum í kvöld fartölvu fyrir Jennýju. HP-vél með Intel Pentium M (735) Centrino og 15″ skjá. Um leið ákváðum við að fjárfesta í iSight myndavélinni frá Apple, en það hefur staðið til lengi. Hægt er að nota Yahoo spjallkerfið til að hafa samband við okkur með mynd. Apple-notendur geta síðan að sjálfsögðu notað iChat.
Ljósmyndir frá BNA
Loksins eru komnar nokkrar myndir á vefinn frá flutningunum og frá BNA. Við höfum reyndar verið mjög ódugleg við að mynda enda í mörgu að snúast.
Hægt er að smella hér til að sjá myndirnar.