Jenný skólastelpa

Hann Elli minn hefur verið duglegur að flytja fréttir af okkur, en það er nú líklega tími til kominn að ég segi aðeins frá nýja skólanum mínum. Í stuttu máli er ég ánægð, þó ég sé kannski ekki enn búin að venjast því að vera aftur komin á skólabekk með tilheyrandi lestri, heimadæmum og prófum. Ég er í tveimur kúrsum, 9 einingum, sem er lágmarkskrafa fyrir TA (Teaching Assistant), ég ákvað að það væri fullnægandi svona fyrstu önnina. Halda áfram að lesa: Jenný skólastelpa

Munkurinn

Ég og Anna Laufey gengum í fyrradag í gegnum Campus-inn hjá Capital University. Á miðju háskólasvæðinu er stytta af munki með Biblíu í hendi (líklega Lúther). Anna Laufey spurði hvernig maður þetta væri og ég útskýrði að munkar væru menn sem tæku ákvörðun um að giftast aldrei, en tileinkuðu líf sitt því að biðja, lesa í Bibliunni og segja öðrum frá Guði. Halda áfram að lesa: Munkurinn

Nokkrar myndir

1152

Það hefur ekki verið ofarlega á forgangslista síðustu vikna að taka myndir eða myndbönd og er það miður. Þó gerist það öðru hvoru að ég notast við símana okkar og smelli af einni og einni ýmist af Tómasi eða Önnu Laufeyju. Það er undantekningalaust að ég pirra mig yfir því eftir á að hafa ekki haft almennilega myndavél og hversu lítil upplausn sé í myndunum.

Uppgjöf

Eftir 29 daga í Ameríku höfum við gefist upp. Eftir heimsóknir í Target, Walmart, K-Mart, Big Lots, Sears, JC Penney, Kaufmann’s, Great Indoors, JC Penney Furniture Outlet, Value City Furniture, Macy’s Furniture og fjölmargar smærri búðir, eftir samtöl við Tim hjá Frontroom furnishing, John hjá OakExpress, Lawrence hjá Furniture Liquidators of America, Julie hjá La-z-boy að ógleymdri henni Sandee hjá Sofa Express and More, þá var uppgjöfin algjör. Halda áfram að lesa: Uppgjöf

Íbúðin seld

Það er mikið gleðiefni að segja frá því að íbúðin okkar í Stóragerði er seld. Það var skrifað undir kauptilboð á föstudaginn og óhætt að segja að nú sé einu stórvandamálinu færa að fást við. Reyndar er líka eftirsjá í íbúðinni enda um frábæra staðsetningu að ræða og góða íbúð á allan hátt. En – nú getum við leyft okkur að kaupa sófa án þess að hafa áhyggjur af því hvað bankinn segir.

Sófi væntanlegur í kringum 15. febrúar

Fjölskyldan hélt í dag í sófakaupaleiðangur. Það er fastur liður um helgar að við förum á stað og reynum að leysa einhver af þeim fjölmörgu lausu endum sem eru á lífi okkar hér í Ohio. En vantar skrifborð, skrifborðsstóla, eldhúsborð og -stóla, sófaborð og geymsluhillur í kjallarann. En í dag var það sófinn. Halda áfram að lesa: Sófi væntanlegur í kringum 15. febrúar